Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 19:10 Guðbjörg segir mikið magn af fötum frá netverslunum eins og Shein og Temu rata í fatagáma Rauða krossins. Vísir/Ívar Fannar Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“ Neytendur Verslun Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Sjá meira
Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“
Neytendur Verslun Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Sjá meira