Vandaður aðdragandi vindorkuvers Hörður Arnarson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun