Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 09:00 Halldór Margeir undir teppinu vinstra megin og Guðlaugur Agnar með poka fyrir andlitinu þegar þeir komu fyrir dóm í saltdreifaramálinu svokallaða. Fyrir miðju má sjá þegar Sverrir Þór var handtekinn í Brasilíu í fyrra. Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. Málið varðar innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sem komið var um borð í skip í trjádrumbum í Brasilíu og siglt til Íslands. Fjórir hlutu dóm fyrir aðild sína að málinu en efnin komust raunar aldrei til landsins heldur voru þau gerð upptæk í Hollandi. Í rannsóknargögnum sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá hvaða upplýsingar lögregla fékk sem kom henni á sporið um innflutninginn og leiddi til haldlagningar á kókaíninu sem hefði verið hægt að selja á Íslandi fyrir um tvo milljarða króna. Pétur Jökull sá fimmti? Pétur Jökull Jónasson sver fyrir að eiga aðild að stóra kókaínmálinu. Lögregla telur hann hafa verið lykilmann við innflutning á trjádrumbunum og hefur saksóknari í vikunni reynt hvað hann getur til að sýna fram á sekt hans. Blaðamaður hefur fylgst með gangi mála við aðalmeðferðina þar sem lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins hafa borið vitni. Þar hafa þeir útskýrt hvers vegna þeir telji Pétur Jökul vera mann sem átti í samskiptum við Daða Björnsson sem veitti kókaíninu móttöku við komuna til Íslands. Ýmsar vísbendingar eru þess efnis að Pétur Jökull hafi notast við ýmis dulnefni á Signal í samskiptum við Daða en Daði neitar að um hann sé að ræða. Málflutningi í málinu lauk á föstudag og er von á dómi á næstu vikum. Nuclearfork og Residentkiller Gögn sem Evrópulögreglan kom í hendur lögregluyfirvalda hér á landi árið 2020 eftir að franska og hollenska lögreglan réðust til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat ári fyrr leika lykilhlutverk í rannsókn lögreglu á tveimur umfangsmestu fíkniefnamálum síðustu ára og raunar Íslandssögunnar. Annars vegar stóra kókaínmálið og hins vegar saltdreifaramálið svokallaða. Í saltdreifaramálinu hlutu þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson átta og tíu ára fangelsi fyrir brot sín. Þótti sannað að þeir hefðu flutt inn 53 lítra af amfetamínvökva til landsins frá Hollandi en vökvinn var falinn í saltdreifara, vinnutæki til að dreifa salti. Götuvirði efnanna var talið um 1,7 milljarðar króna hægt hefði verið að framleiða um 118 kíló af amfetamíni úr vökvanum. Fram kom í aðalmeðferðinni í saltdreifaramálinu að lögregla hefði verið komin á sporið í málinu þegar við bættust gögn sem sýndu samskipti notendanna Nuclearfork og Residentkiller á EncroChat. Var Guðlaugur Agnar talinn á bak við notandann Nuclearfork og Halldór Margeir á bak við Residentkiller. Málið fór fyrir þrjú dómstig, þar sem tekist var á um EncroChat-gögnin, en svo fór að þeir voru sakfelldir á öllum dómstigum. En aftur að stóra kókaínmálinu. Bárust ítarlegar upplýsingar Fram kemur í rannsóknargögnum lögreglu að borist hafi upplýsingar um miðjan maí árið 2022 að Guðlaugur Agnar og Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, væru með sendingu í gangi á leiðinni til Íslands. Sendingin var sögð innihalda á bilinu sextíu til hundrað kíló af kókaíni. Efnið átti að vera falið í trjádrumbum í vörugámi sem var sendur frá Brasilíu til Íslands. Lögregla mat upplýsingarnar sem sannar og traustar og var ákveðið að ráðast í rannsókn á málinu. Við leit í umræddum gám í Hollandi var lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni. Gámurinn kom til Íslands í byrjun ágúst og voru fjórir aðilar handteknir á Íslandi þann 4. ágúst 2022. Í skýrslu lögreglu segir að allar þær upplýsingar sem bárust lögreglu hafi reynst réttar. Sömuleiðis upplýsingar sem vörðuðu allar þær upplýsingar um mennina fjóra sem höfðu hlutverk á Íslandi. Augljóst var að fleiri komu að innflutningnum á kókaíninu en þeir sem voru handteknir. Guðlaugur Agnar og Sverrir Þór höfðu verið nefndir til sögunnar. Lögreglu fór einnig að gruna Halldór Margeir. Saltdreifaramenn að ræða viðarfyrirtæki í Brasilíu Þegar lögregla fékk upplýsingarnar um kókaíninnflutninginn í maí 2022 hafði saltdreifaramálið verið til rannsóknar um nokkurn tíma. Í þeim gögnum mátti sem fyrr segir finna samskipti notendanna Nuclearfork og Residentkiller. Nú voru umræður þeirra á milli um mögulegan innflutning á kókaíni með trjádrumbum komin í allt annað samhengi. Lögregla sá að fyrrnefndir notendur, sem þótti sannað í saltdreifaramálinu að væru Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir, ræddu sín á milli um viðarfyrirtæki í Brasilíu sem þeir hefðu notað áður. Í samskiptunum sem eru frá vorinu 2020 ræða þeir um að fyrirtækið feli vöruna, vinnubrögðin séu fagmannleg og að þeir eigi að drífa gám af stað. Þá ræða þeir um félaga sinn sem er ýmist „suðurfrá“ eða samstarfsfélagi þeirra sem er fyrir sunnan. Þar telur lögregla fullvíst að um sé að ræða Sverri Þór. Í skýrslu lögreglu segir að Sverrir Þór hafi verið í Suður-Ameríku um langt skeið og sé búsettur í Brasilíu. „Sverrir Þór og Guðlaugur Agnar eru sagðir hafa verið stórtækir í innflutningi fíkniefna um allan heim og hafa þeir verið í miklu samstarfi um langt skeið. Upplýsingar um þetta hafa ítrekað borist lögregluyfirvöldum á Íslandi,“ segir í skýrslunni. Engir fleiri til rannsóknar Þrátt fyrir grunsemdir lögreglu um þátt Guðlaugs Agnars, Halldórs Margeirs og Sverris Þórs í stóra kókaínmálinu virðast ekki vera næg gögn til þess að gefa út ákæru á hendur þeim í málinu. Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir voru teknir til yfirheyrslu í lok febrúar síðastliðnum í tengslum við rannsókn lögreglu framhaldi af því að Pétur Jökull kom til landsins eftir að hafa verið eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni Interpol. Pétur Jökull upplýsti við aðalmeðferðina á mánudag að hann þekkti Guðlaug Agnar. Þeir hlutu báðir dóma í fíkniefnatengdu máli árið 2010. Þá hefði hann hitt Guðlaug Agnar stuttlega í maí 2022. Stuttu síðar var Guðlaugur Agnar handtekinn ásamt fleirum í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í saltdreifaramálinu. Fram kom í máli Dagmarar Aspar Vésteinsdóttur saksóknara við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins á mánudag að enginn utan Péturs Jökuls væri sem stendur til rannsóknar í tengslum við innflutning á kókaíninu. Hún krafðist að lágmarki 6,5 ára fangelsis yfir Pétri Jökli fyrir aðild hans að málinu. Stóra kókaínmálið 2022 Saltdreifaramálið Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. 12. ágúst 2024 11:03 Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Málið varðar innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sem komið var um borð í skip í trjádrumbum í Brasilíu og siglt til Íslands. Fjórir hlutu dóm fyrir aðild sína að málinu en efnin komust raunar aldrei til landsins heldur voru þau gerð upptæk í Hollandi. Í rannsóknargögnum sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá hvaða upplýsingar lögregla fékk sem kom henni á sporið um innflutninginn og leiddi til haldlagningar á kókaíninu sem hefði verið hægt að selja á Íslandi fyrir um tvo milljarða króna. Pétur Jökull sá fimmti? Pétur Jökull Jónasson sver fyrir að eiga aðild að stóra kókaínmálinu. Lögregla telur hann hafa verið lykilmann við innflutning á trjádrumbunum og hefur saksóknari í vikunni reynt hvað hann getur til að sýna fram á sekt hans. Blaðamaður hefur fylgst með gangi mála við aðalmeðferðina þar sem lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins hafa borið vitni. Þar hafa þeir útskýrt hvers vegna þeir telji Pétur Jökul vera mann sem átti í samskiptum við Daða Björnsson sem veitti kókaíninu móttöku við komuna til Íslands. Ýmsar vísbendingar eru þess efnis að Pétur Jökull hafi notast við ýmis dulnefni á Signal í samskiptum við Daða en Daði neitar að um hann sé að ræða. Málflutningi í málinu lauk á föstudag og er von á dómi á næstu vikum. Nuclearfork og Residentkiller Gögn sem Evrópulögreglan kom í hendur lögregluyfirvalda hér á landi árið 2020 eftir að franska og hollenska lögreglan réðust til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat ári fyrr leika lykilhlutverk í rannsókn lögreglu á tveimur umfangsmestu fíkniefnamálum síðustu ára og raunar Íslandssögunnar. Annars vegar stóra kókaínmálið og hins vegar saltdreifaramálið svokallaða. Í saltdreifaramálinu hlutu þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson átta og tíu ára fangelsi fyrir brot sín. Þótti sannað að þeir hefðu flutt inn 53 lítra af amfetamínvökva til landsins frá Hollandi en vökvinn var falinn í saltdreifara, vinnutæki til að dreifa salti. Götuvirði efnanna var talið um 1,7 milljarðar króna hægt hefði verið að framleiða um 118 kíló af amfetamíni úr vökvanum. Fram kom í aðalmeðferðinni í saltdreifaramálinu að lögregla hefði verið komin á sporið í málinu þegar við bættust gögn sem sýndu samskipti notendanna Nuclearfork og Residentkiller á EncroChat. Var Guðlaugur Agnar talinn á bak við notandann Nuclearfork og Halldór Margeir á bak við Residentkiller. Málið fór fyrir þrjú dómstig, þar sem tekist var á um EncroChat-gögnin, en svo fór að þeir voru sakfelldir á öllum dómstigum. En aftur að stóra kókaínmálinu. Bárust ítarlegar upplýsingar Fram kemur í rannsóknargögnum lögreglu að borist hafi upplýsingar um miðjan maí árið 2022 að Guðlaugur Agnar og Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, væru með sendingu í gangi á leiðinni til Íslands. Sendingin var sögð innihalda á bilinu sextíu til hundrað kíló af kókaíni. Efnið átti að vera falið í trjádrumbum í vörugámi sem var sendur frá Brasilíu til Íslands. Lögregla mat upplýsingarnar sem sannar og traustar og var ákveðið að ráðast í rannsókn á málinu. Við leit í umræddum gám í Hollandi var lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni. Gámurinn kom til Íslands í byrjun ágúst og voru fjórir aðilar handteknir á Íslandi þann 4. ágúst 2022. Í skýrslu lögreglu segir að allar þær upplýsingar sem bárust lögreglu hafi reynst réttar. Sömuleiðis upplýsingar sem vörðuðu allar þær upplýsingar um mennina fjóra sem höfðu hlutverk á Íslandi. Augljóst var að fleiri komu að innflutningnum á kókaíninu en þeir sem voru handteknir. Guðlaugur Agnar og Sverrir Þór höfðu verið nefndir til sögunnar. Lögreglu fór einnig að gruna Halldór Margeir. Saltdreifaramenn að ræða viðarfyrirtæki í Brasilíu Þegar lögregla fékk upplýsingarnar um kókaíninnflutninginn í maí 2022 hafði saltdreifaramálið verið til rannsóknar um nokkurn tíma. Í þeim gögnum mátti sem fyrr segir finna samskipti notendanna Nuclearfork og Residentkiller. Nú voru umræður þeirra á milli um mögulegan innflutning á kókaíni með trjádrumbum komin í allt annað samhengi. Lögregla sá að fyrrnefndir notendur, sem þótti sannað í saltdreifaramálinu að væru Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir, ræddu sín á milli um viðarfyrirtæki í Brasilíu sem þeir hefðu notað áður. Í samskiptunum sem eru frá vorinu 2020 ræða þeir um að fyrirtækið feli vöruna, vinnubrögðin séu fagmannleg og að þeir eigi að drífa gám af stað. Þá ræða þeir um félaga sinn sem er ýmist „suðurfrá“ eða samstarfsfélagi þeirra sem er fyrir sunnan. Þar telur lögregla fullvíst að um sé að ræða Sverri Þór. Í skýrslu lögreglu segir að Sverrir Þór hafi verið í Suður-Ameríku um langt skeið og sé búsettur í Brasilíu. „Sverrir Þór og Guðlaugur Agnar eru sagðir hafa verið stórtækir í innflutningi fíkniefna um allan heim og hafa þeir verið í miklu samstarfi um langt skeið. Upplýsingar um þetta hafa ítrekað borist lögregluyfirvöldum á Íslandi,“ segir í skýrslunni. Engir fleiri til rannsóknar Þrátt fyrir grunsemdir lögreglu um þátt Guðlaugs Agnars, Halldórs Margeirs og Sverris Þórs í stóra kókaínmálinu virðast ekki vera næg gögn til þess að gefa út ákæru á hendur þeim í málinu. Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir voru teknir til yfirheyrslu í lok febrúar síðastliðnum í tengslum við rannsókn lögreglu framhaldi af því að Pétur Jökull kom til landsins eftir að hafa verið eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni Interpol. Pétur Jökull upplýsti við aðalmeðferðina á mánudag að hann þekkti Guðlaug Agnar. Þeir hlutu báðir dóma í fíkniefnatengdu máli árið 2010. Þá hefði hann hitt Guðlaug Agnar stuttlega í maí 2022. Stuttu síðar var Guðlaugur Agnar handtekinn ásamt fleirum í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í saltdreifaramálinu. Fram kom í máli Dagmarar Aspar Vésteinsdóttur saksóknara við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins á mánudag að enginn utan Péturs Jökuls væri sem stendur til rannsóknar í tengslum við innflutning á kókaíninu. Hún krafðist að lágmarki 6,5 ára fangelsis yfir Pétri Jökli fyrir aðild hans að málinu.
Stóra kókaínmálið 2022 Saltdreifaramálið Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. 12. ágúst 2024 11:03 Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. 12. ágúst 2024 11:03
Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. 16. ágúst 2024 17:56