Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 13:57 Axel Ingi Árnason mun stýra gangi mála í Salnum næstu fimm árin. Kópavogur Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni. Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga. Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga.
Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira