Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 08:53 Ýmis erlend ríki sjá sér hag í að reyna að hafa áhrif á úrslit bandarískra kosninga. Framboð bæði Trump og Harris hafa verið vöruð við tilraunum erlendra aðila til þess að komast í innri samskipti þeirra. AP/Charles Rex Arbogast Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Talsmaður framboðs Harris segir við Reuters-fréttastofuna að FBI hafi látið vita af ógninni í síðasta mánuði. Framboðið hafi öflugar netvarnir og hafi ekki orðið vart við að þrjótum hafi orðið ágengt við að komast inn í innri kerfi þess. Alríkislögreglan rannsakar einnig það sem Trump-framboðið fullyrðir að hafi verið tölvuinnbrot íranskra tölvuþrjóta eftir að nokkrir bandarískir fjölmiðlar fengu send gögn frá framboðinu frá óþekktum heimildarmanni, þar á meðal úttekt á J.D. Vance frá því áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. Fjölmiðlarnir hafa kosið að sitja á þeim gögnum frekar en að gera sér mat úr þeim. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að lekinn frá framboði Trump hafi verið írönsk tölvuárás. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að hafa staðið að árás á framboðið. Þrátt fyrir það telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir ætli sér að ala á sundrung í bandarísku samfélagi í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember með það fyrir augum að grafa undan framboði Trump, að sögn Washington Post. Rannsókn FBI á lekanum frá Trump-framboðinu er sögð beinast að því hvort að Íranir hafi beitt svokölluðum netveiðum (e. phishing) gegn Roger Stone, nánum bandamanni Trump, og ráðgjöfum Harris til þess að komast í innri samskipti framboðanna tveggja. Erlend ríki hafa í auknum mæli reynt að hafa áhrif á kosningar vestanhafs á leynilegan hátt á undanförnum árum. Þekktastar eru tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með tröllaher sem dreifði misvísandi skilaboðum á samfélagsmiðlum en kínversk og írönsk stjórnvöld eru einnig talin hafa beitt sér í undanförnum kosningum. Ekki nógu „ferskt“ eða „fréttnæmt“ til birtingar Ákvörðun þeirra fjölmiðla sem fengu gögnin innan úr framboði Trump upp í hendurnar um að gera ekkert með hefur verið umdeild. Þegar Wikileaks birti tölvupósta kosningastjóra Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar komust yfir árið 2016 varð efni þeirra uppspretta endalausra frétta helstu fjölmiðla landsins. Matt Murray, ritstjóri Washington Post, segir við eigin blað að innihald gagnanna hafi ekki verið talið nógu fréttnæmt til birtingar. Hann telur að hann sjálfur og hinir fjölmiðlarnir sem fengu gögnin hafi tekið tillit til hver er líklegur til þess að hafa lekið gögnunum og í hvaða tilgangi. „Á endanum virkaði þetta ekki nógu ferskt eða fréttnæmt,“ segir Murray. Aðrir hafa bent á að þrátt fyrir að margt af því sem var í skýrslu framboðsins um Vance hafi verið opinberar upplýsingar, þar á meðal fyrri ummæli hans um Trump, hafi einnig verið að finna mat framboðsins á því sem það telur veikleika Vance sem frambjóðanda. Ritstjóri vefritsins ProPublica taldi það mat fréttnæmt og efaðist um ákvörðun fjölmiðlanna sem fengu gögnin um að birta ekki í viðtali við AP-fréttastofuna. Bandarískir meginstraumsfjölmiðlar hafa þrátt fyrir það orðið varari um sig þegar þeir fá upp í hendurnar gögn af vafasömum uppruna. Þannig létu margir þeirra vera að segja frá innihaldi tölvupósta sem fundust á fartölvu Hunters Biden, sonar Joes Biden forseta, skömmu fyrir kosningarnar 2020 þrátt fyrir að síðar hefði verið staðfest að í það minnsta einhverjir póstanna væru ósviknir. Repúblikanar og bandamenn Trump gerðu mikið úr póstunum og héldu því fram að þeir sýndu fram á meinta spillingu og lögbrot Joes Biden. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þeim aldrei tekist að færa sönnur fyrir þeim ásökunum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06