Þakklát fyrir þrjósku hundsins Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 00:06 Margrét Víkingsdóttir er þakklát fyrir að ekki fór verr en er óviss með hvað tekur við. Aðsend - Vísir/Vilhelm Margrét Víkingsdóttir var sofandi í íbúð sinni við Amtmannsstíg 6 þegar eldur kviknaði á neðri hæðinni. Hún slapp vel frá eldsvoðanum en sér á eftir nágranna sínum á sjötugsaldri sem lést í brunanum. Hún varð fyrst vör við eldinn eftir að hundurinn hennar vakti hana í morgunsárið. „Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir.“ Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun. „Ég er ekki að vakna hálf átta, alls ekki. Ef hundurinn er eitthvað að gramsa í mér á morgnana þá þagga ég niður í honum og þá leggst hann yfirleitt á hina hliðina. En þarna var hann ansi ákveðinn við mig. Svo hann bjargaði mér allavega frá reykeitrun,“ segir Margrét sem hefur búið á annarri hæð hússins í 23 ár. Bjargvætturinn Úlfgrímur Lokason.Aðsend Hélt að einhver væri að grilla Þegar Margrét stóð loks upp og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir fann hún óeðlilega lykt. „Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja.“ Á meðan hún velti fyrir sér hvort það væri mögulega sinubruni úti opnaði hún dyrnar fram á stigagang og heyrði einhvern banka á hurðina. Þar stóðu kennarar við Menntaskólann í Reykjavík (MR) sem höfðu séð svartan reyk koma út úr íbúðinni fyrir neðan og skipuðu henni að koma sér út. Margrét segir að næst hafi hún byrjað að sparka eins og hún gat í hurðina hjá nágrannanum á neðri hæðinni og hrópað í von um að vekja hann en fengið engin viðbrögð. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fljótlega eftir að Margrét kom út var lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll kominn á vettvang og starfsfólk MR mætt með teppi og úlpur fyrir hana og leigjanda sem býr í sama húsi og slapp ómeiddur. Í ljós kom að Margrét hafði sloppið við reykeitrun og var ekki talin ástæða til að flytja hana til athugunar á sjúkrahúsi. Skömmu síðar var hún komin upp í MR til að hlýja sér en skólinn er í næsta húsi fyrir neðan. Margrét segir að þar hafi kennari fært henni tvo fulla poka af fötum og skóm sem pössuðu á hana. „Hún sagði við mig: „Vertu í þessu næstu daga því þú nærð ekki reyknum úr fötunum þínum á næstunni.“ Svo þau komu með skó og það var borið í mann kaffi og bakkelsi. Þau voru alveg dámsamleg,“ segir Margrét. Það hafi verið gott að finna fyrir svona náungakærleik á þessari stundu. Amtmannsstígur er við Menntaskólann í Reykjavík.Vísir Reyndi ekki að bjarga eigum sínum Margrét segist vera sallaróleg eftir upplifunina sem margir myndu telja kvíðvænlega. „Mér líður bara alveg eins og á venjulegum þriðjudegi. Ég hef einhvern veginn ekkert kippt mér upp við þetta. Það er svo skringilegt, ég er að bíða eftir því en það gerist ekki.“ Hún sé jafnan mikil rólyndismanneskja og vinni vel undir álagi. „Ég er leiðsögumaður og hef skipulagt mikið hópa og þá verður alls konar á og svona. Þá eflist ég öll og hugurinn verður algjörlega skýr og ég veit alveg nákvæmlega hvað ég á að gera. Ég fór í gegnum íbúðina að loka öllum dyrum og gluggum svo það væri ekkert súrefni sem væri að espa upp eldinn ef hann kæmi. Ég lokaði öllu, passaði allt, labbaði niður, gerði þetta án þess að hugsa og gerði þetta rosalega hratt,“ bætir Margrét við en eldurinn barst aldrei upp í íbúðina hennar. „Ég er búinn að hugsa þetta alla ævi. Ef það kviknar í hjá mér þá ætla ég að gera þetta og þetta og bjarga þessu og þessu.“ Þrátt fyrir það hafi hún ekki hugsað um að grípa neitt með sér á leiðinni út þegar allt kom til alls. Hún hafi þó snúið snarlega við og ákveðið að grípa símann svo hún gæti hringt á eftir aðstoð. „Þetta var frekar furðulegt, ég bara virkilega pollróleg.“ Í ljósi þessa hafi hún ekki þegið boð um áfallahjálp þegar hún stóð fyrir utan brennandi íbúðina fyrir neðan. Óvissa fram undan Margrét og Úlfgrímur gista heima hjá nágranna sínum í nótt en svo vildi til að nágrannakona var búin að biðja Margréti um að passa hundinn sinn næstu daga á meðan hún dvelur erlendis. Það er ljóst að ýmis verkefni eru fram undan í kjölfar eldsvoðans. Þegar Margrét fékk að fara aftur upp í íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn var til að mynda sót yfir öllu. Þá tjáði slökkviliðsmaður henni að það þyrfti líklega að fjarlægja gólfið í íbúðinni og skipta út viðarbitunum fyrir neðan þar sem þeir hafi brunnið í eldinum á neðri hæðinni sem er nú gjörónýt. Ekkert sem grípur fólk Margrét gagnrýnir að það sé ekkert sem grípi fólk þegar það lendir í svona áfalli og að enginn hafi haft samband við hana vegna brunans til að upplýsa hana um næstu skref eða hvaða aðstoð hún eigi rétt á. „Það á bara að vera manneskja sem segir þér frá A til Ö hvað tekur við. Af því ég veit ekkert hvað tekur við. Það vantar einhvers konar upplýsingar fyrir fólk.“ „Nú er klukkan orðin þetta margt og segjum bara að ég hefði ekki haft þessa aðstöðu hérna og getað farið í næsta hús.“ Ekki allir séu svo heppnir að eiga að fólk sem það geti reitt sig á í slíkum aðstæðum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúi á sjötugsaldri lést í brunanum við Amtmannsstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem var í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í morgun hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13. ágúst 2024 17:28 Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. 13. ágúst 2024 11:06 Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. 13. ágúst 2024 08:35 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir.“ Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun. „Ég er ekki að vakna hálf átta, alls ekki. Ef hundurinn er eitthvað að gramsa í mér á morgnana þá þagga ég niður í honum og þá leggst hann yfirleitt á hina hliðina. En þarna var hann ansi ákveðinn við mig. Svo hann bjargaði mér allavega frá reykeitrun,“ segir Margrét sem hefur búið á annarri hæð hússins í 23 ár. Bjargvætturinn Úlfgrímur Lokason.Aðsend Hélt að einhver væri að grilla Þegar Margrét stóð loks upp og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir fann hún óeðlilega lykt. „Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja.“ Á meðan hún velti fyrir sér hvort það væri mögulega sinubruni úti opnaði hún dyrnar fram á stigagang og heyrði einhvern banka á hurðina. Þar stóðu kennarar við Menntaskólann í Reykjavík (MR) sem höfðu séð svartan reyk koma út úr íbúðinni fyrir neðan og skipuðu henni að koma sér út. Margrét segir að næst hafi hún byrjað að sparka eins og hún gat í hurðina hjá nágrannanum á neðri hæðinni og hrópað í von um að vekja hann en fengið engin viðbrögð. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fljótlega eftir að Margrét kom út var lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll kominn á vettvang og starfsfólk MR mætt með teppi og úlpur fyrir hana og leigjanda sem býr í sama húsi og slapp ómeiddur. Í ljós kom að Margrét hafði sloppið við reykeitrun og var ekki talin ástæða til að flytja hana til athugunar á sjúkrahúsi. Skömmu síðar var hún komin upp í MR til að hlýja sér en skólinn er í næsta húsi fyrir neðan. Margrét segir að þar hafi kennari fært henni tvo fulla poka af fötum og skóm sem pössuðu á hana. „Hún sagði við mig: „Vertu í þessu næstu daga því þú nærð ekki reyknum úr fötunum þínum á næstunni.“ Svo þau komu með skó og það var borið í mann kaffi og bakkelsi. Þau voru alveg dámsamleg,“ segir Margrét. Það hafi verið gott að finna fyrir svona náungakærleik á þessari stundu. Amtmannsstígur er við Menntaskólann í Reykjavík.Vísir Reyndi ekki að bjarga eigum sínum Margrét segist vera sallaróleg eftir upplifunina sem margir myndu telja kvíðvænlega. „Mér líður bara alveg eins og á venjulegum þriðjudegi. Ég hef einhvern veginn ekkert kippt mér upp við þetta. Það er svo skringilegt, ég er að bíða eftir því en það gerist ekki.“ Hún sé jafnan mikil rólyndismanneskja og vinni vel undir álagi. „Ég er leiðsögumaður og hef skipulagt mikið hópa og þá verður alls konar á og svona. Þá eflist ég öll og hugurinn verður algjörlega skýr og ég veit alveg nákvæmlega hvað ég á að gera. Ég fór í gegnum íbúðina að loka öllum dyrum og gluggum svo það væri ekkert súrefni sem væri að espa upp eldinn ef hann kæmi. Ég lokaði öllu, passaði allt, labbaði niður, gerði þetta án þess að hugsa og gerði þetta rosalega hratt,“ bætir Margrét við en eldurinn barst aldrei upp í íbúðina hennar. „Ég er búinn að hugsa þetta alla ævi. Ef það kviknar í hjá mér þá ætla ég að gera þetta og þetta og bjarga þessu og þessu.“ Þrátt fyrir það hafi hún ekki hugsað um að grípa neitt með sér á leiðinni út þegar allt kom til alls. Hún hafi þó snúið snarlega við og ákveðið að grípa símann svo hún gæti hringt á eftir aðstoð. „Þetta var frekar furðulegt, ég bara virkilega pollróleg.“ Í ljósi þessa hafi hún ekki þegið boð um áfallahjálp þegar hún stóð fyrir utan brennandi íbúðina fyrir neðan. Óvissa fram undan Margrét og Úlfgrímur gista heima hjá nágranna sínum í nótt en svo vildi til að nágrannakona var búin að biðja Margréti um að passa hundinn sinn næstu daga á meðan hún dvelur erlendis. Það er ljóst að ýmis verkefni eru fram undan í kjölfar eldsvoðans. Þegar Margrét fékk að fara aftur upp í íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn var til að mynda sót yfir öllu. Þá tjáði slökkviliðsmaður henni að það þyrfti líklega að fjarlægja gólfið í íbúðinni og skipta út viðarbitunum fyrir neðan þar sem þeir hafi brunnið í eldinum á neðri hæðinni sem er nú gjörónýt. Ekkert sem grípur fólk Margrét gagnrýnir að það sé ekkert sem grípi fólk þegar það lendir í svona áfalli og að enginn hafi haft samband við hana vegna brunans til að upplýsa hana um næstu skref eða hvaða aðstoð hún eigi rétt á. „Það á bara að vera manneskja sem segir þér frá A til Ö hvað tekur við. Af því ég veit ekkert hvað tekur við. Það vantar einhvers konar upplýsingar fyrir fólk.“ „Nú er klukkan orðin þetta margt og segjum bara að ég hefði ekki haft þessa aðstöðu hérna og getað farið í næsta hús.“ Ekki allir séu svo heppnir að eiga að fólk sem það geti reitt sig á í slíkum aðstæðum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúi á sjötugsaldri lést í brunanum við Amtmannsstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem var í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í morgun hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13. ágúst 2024 17:28 Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. 13. ágúst 2024 11:06 Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. 13. ágúst 2024 08:35 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Íbúi á sjötugsaldri lést í brunanum við Amtmannsstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem var í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í morgun hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13. ágúst 2024 17:28
Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. 13. ágúst 2024 11:06
Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. 13. ágúst 2024 08:35