Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 10:30 Graeme McDowell má ekki taka þátt í næsta móti en fær einnig stóra sekt. Getty/ Jason Butler LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024 Golf Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024
Golf Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira