Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 09:21 Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. Meintur glæpur Pétur Jökuls snýst um að hafa komið að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Þeir verða á meðal vitna sem gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Hver er Nonni eða Harry? Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Það var svo í febrúar síðastliðnum sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Hann var handtekinn við komuna til landsins nokkru síðar og hefur setið í gæsluvarðhaldi svo til sleitulaust síðan. Sást ekki framan í huldumann Fram hefur komið í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á hendur Pétri Jökli að lögregla telji ljóst að Pétur Jökull sé viðriðinn málið. Einn sakborninga hafi gefið lýsingu á karlmanni sem passaði við Pétur Jökul. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og Brasilíu, sem virðist hafa styrkt grun hennar. Fyrrnefndur sakborningur hafi sagt lögreglu hvar hann og huldumaður í málinu hafi hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við skipulagningu á innflutningnum. Lögregla leitaði að myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Lögregla hvatti Pétur Jökul til að koma til landsins í október 2022 en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Vísað frá í fyrstu tilraun Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag. Á sér sögu fyrir smygl Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, kom við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk dóm. Sveddi var búsettur erlendis en bendlaður við málið. Evrópulögreglan Europol lýsti eftir honum en án árangurs. Hann var í apríl í fyrra handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar og talinn meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu í Brasilíu. Þótt fjórir hafi hlotið fimm til níu ára fangelsisdóma í stóra kókaínmálinu er fjölmörgum spurningum ósvarað. Hvernig kaupin á fíkniefnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í trjádrumbum og hverjir eru höfuðpaurar í málinu. Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni, sem lögregla gerði upptæk, sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Meintur glæpur Pétur Jökuls snýst um að hafa komið að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Þeir verða á meðal vitna sem gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Hver er Nonni eða Harry? Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Það var svo í febrúar síðastliðnum sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Hann var handtekinn við komuna til landsins nokkru síðar og hefur setið í gæsluvarðhaldi svo til sleitulaust síðan. Sást ekki framan í huldumann Fram hefur komið í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á hendur Pétri Jökli að lögregla telji ljóst að Pétur Jökull sé viðriðinn málið. Einn sakborninga hafi gefið lýsingu á karlmanni sem passaði við Pétur Jökul. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og Brasilíu, sem virðist hafa styrkt grun hennar. Fyrrnefndur sakborningur hafi sagt lögreglu hvar hann og huldumaður í málinu hafi hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við skipulagningu á innflutningnum. Lögregla leitaði að myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Lögregla hvatti Pétur Jökul til að koma til landsins í október 2022 en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Vísað frá í fyrstu tilraun Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag. Á sér sögu fyrir smygl Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, kom við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk dóm. Sveddi var búsettur erlendis en bendlaður við málið. Evrópulögreglan Europol lýsti eftir honum en án árangurs. Hann var í apríl í fyrra handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar og talinn meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu í Brasilíu. Þótt fjórir hafi hlotið fimm til níu ára fangelsisdóma í stóra kókaínmálinu er fjölmörgum spurningum ósvarað. Hvernig kaupin á fíkniefnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í trjádrumbum og hverjir eru höfuðpaurar í málinu. Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni, sem lögregla gerði upptæk, sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26
Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02