„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira