Allt fallið í ljúfa löð hjá Bogdanovic og Melo Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 23:16 Bogdanovic og Melo léttir í leikslok FIBA Bogdan Bogdanović, leikmaður Serbíu á Ólympíuleikunum, náði að hrista hressilega upp í fjölmörgum stuðningsmönnum Bandaríkjanna þegar liðin áttust við í undanúrslitum leikanna. Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira