Innlent

Steypi­reyður strandaði við Þor­láks­höfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Facebook

Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða.

Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé á þeirra borði. Í viðbragðsteyminu sé fulltrúi Matvælastofnunar, hvalasérfræðingar á vegum Háskóla Íslands, og fulltrúar lögreglu, Landhelgisgæslunnar og slysavarnarfélagsins Landsbjargar Hafrannsóknunarstofnunar og sveitarfélagsins Ölfuss. 

Samkvæmt lögum um velferð dýra ber sveitarfélagið ábyrgð á að brugðist sé við.

Þóra brýnir fyrir almenningi að koma ekki nálægt dýrinu þar sem það geti stórminnkað lífslíkur dýrsins. Steypireyðir verði stressaðar og geti sér enga björg veitt né komist undan. Þess vegna sé mikilvægt að fólk haldi að minnsta kosti hundrað metra fjarlægð frá.

Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×