Sport

Fjór­tán ára stelpa vann Ólympíugull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cocona Hiraki (silfur), Arisa Trew (gull) og Sky Brown (brons) röðuðu sér á verðlaunapall í hjólabrettakeppni kvenna á Ólympíuleikunum.
Cocona Hiraki (silfur), Arisa Trew (gull) og Sky Brown (brons) röðuðu sér á verðlaunapall í hjólabrettakeppni kvenna á Ólympíuleikunum. getty/Xavier Laine

Óhætt er að segja að keppendurnir í kvennaflokki á hjólabrettum hafi verið í yngri kantinum. Sigurvegarinn er aðeins fjórtán ára.

Arisa Trew hrósaði sigri í hjólabrettakeppninni í gær, aðeins fjórtán ára og 86 daga gömul. Hún er yngsti gullverðlaunahafi Ástralíu á Ólympíuleikum en hún bætti met Söndru Morgan sem vann gull í sundi á heimavelli í Melbourne 1956; fjórtán ára og 183 daga gömul.

Allir verðlaunahafarnir í hjólabrettakeppni kvenna eru fimmtán ára og yngri. Hin fimmtán ára Cocona Hiraki frá Japan varð önnur og Sky Brown frá Bretlandi þriðja en hún er fjórtán ára, líkt og Trew.

Yngsti keppandinn var hins vegar Zheng Haoao frá Kína. Hún er aðeins ellefu ára en hún fæddist á næstsíðasta degi Ólympíuleikanna í London 2012.

Elsti þátttakandinn í hjólabrettakeppninni var hin brasilíska Dora Varella en hún er 23 ára. Í karlaflokki var elsti keppandinn öllu eldri, eða 51 árs. Það er Andy Macdonald frá Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×