Bætti heimsmetið í níunda sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 22:30 Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í níunda sinn í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í greininni í níunda sinn á ferlinum. Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira