Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 19:37 Karl Gauti lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/viktor freyr Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“ Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“
Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59
Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56