Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 09:52 Lögregluþjónar yfirbuga konu á mótmælum í Nottingham á Englandi í gær. AP/Jacob King Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi. Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi.
Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55