Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 08:26 Hægriöfgamenn hafa látið öllum illum látum eftir hnífstunguárásina í Southport í vikunni. Myndin er frá Hartlepool þar sem þeir kveiktu meðal annars í bílum. AP/Owen Humphreys/PA Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport. Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport.
Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45