Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2024 08:45 Skríll hægriöfgamanna gerði aðsúg að mosku eftir minningarstund í Southport í gærkvöldi. Þeir létu svo lausamuni rigna yfir lögreglumenn. AP/Richard McCarthy/PA Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi. Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi.
Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45