Innlent

Skjálfti að stærð 3 á Reykja­nes­tá

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skjálftinn var að stærð 3.
Skjálftinn var að stærð 3. vísir

Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Frá þessu greinir Veðurstofan í tilkynningu. „Engin merki eru um að órói fylgi þessari virkni,“ segir í tilkynningunni.

„Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru vel þekktar. Í jarðskjálftahrinu í ágúst 2023 mældist stærsti skjálftinn 4.5 að stærð í október árið 2022 var skjálfti af stærð 4.4.“

Engar tilkynningar hafi borist um að hans hafi verið vart við í byggð.

Tafla sem sýnir tímasetningar og stærðir skjálfta.veðurstofan

Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi.


Tengdar fréttir

Gæti gosið á næstu dögum

Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×