Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakarastofu landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júlí 2024 19:00 Feðgarnir Haraldur Hinriksson og Hinrik Haraldsson hafa samtals 90 ára starfsreynslu sem rakarar. Þeir starfa á Hársnyrtingu Hinriks sem er líklega á ein elsta og minnsta rakarastofa landsins. Vísir/Sigurjón/Hjalti Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu. Hár og förðun Akranes Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu.
Hár og förðun Akranes Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira