Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2024 13:09 Fræg ljósmynd af Mick McCarthy og Roy Keane á eyjunni Saipan. getty/Andrew Paton Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna. Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna.
Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira