Golf er stundum furðuleg íþrótt: Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:00 Hayden Buckley á ekki eftir að gleyma þessum tveimur holum í bráð. Getty/Dylan Buell Bandaríski kylfingurinn Hayden Buckley upplifði um helgina tvær afar ólíkar holur og það hvor á eftir annarri. Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira