Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira