Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 12:31 Jack Laugher er vinsæll á OnlyFans. instagram-síða jack laugher Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans. Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans.
Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira