„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 21:05 Steinunn Þórðardóttir segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri. Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira