Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 23:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira