„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2024 13:01 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, segir tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni áhættuhegðun barna Vísir/Vilhelm Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“ Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“
Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira