Gummi Ben um bekk KR og skilaboð þjálfarans: Það eru krakkar þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 10:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, gerði ekki eina skiptingu í leiknum á móti Blikum þar sem liðið lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik og tapaði 4-2. Vísir/HAG KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga. „Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira