Innlent

Land­töku Ísraela skuli hætt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisáðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisáðherra. Stöð 2/Arnar

Utanríkisráðuneytið kallar eftir því í tilkynningu að Ísraelar láti af landtöku í Palestínu.

Tilkynningin er send út eftir að alþjóðadómstóllinn í Haag gaf út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt.

Í tilkynningu á X segir að álitið sé skýrt, landtakan sé ólögmæt.

„Ísland kallar eftir því að Ísraelar láti af öllu því sem gengur í berhögg við alþjóðalög.“

Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×