Innlent

Enginn liggur undir grun vegna sprengingarinnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengjan sprakk á salerni í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í gær. Myndin er úr safni.
Sprengjan sprakk á salerni í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun vegna sprengju sem sprakk á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í gær.

Þetta segir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.

Búið er að tryggja myndefni af vettvangi. „Það er búið að renna yfir það. Það er enginn líklegur af myndefninu að sjá.“

Niðurstöðu tæknideildar, sem fer yfir hlutinn sem sprakk og önnur gögn málsins, er beðið.

Greint var frá því í gær að talið væri að hluturinn sem sprakk væri einhvers konar víti. Það er að segja heimatilbúin sprengja búin til úr flugeldum.

Einn slasaðist lítillega vegna sprengingarinnar í gær, en það var starfsmaður við vinnu á vellinum. Sá mun hafa veitt hlut litla athygli sem hann fjarlægði með töng. Við það sprakk hluturinn og starfsmaðurinn hlaut meiðsli á fingrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×