Guðbjörgu boðið á CrossFit mót í Egyptalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 12:31 Guðbjörg Valdimarsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari í CrossFit og hefur verið í hópi bestu CrossFit kvenna Íslands undanfarin ár. @guccivaldimarsdottir Íslenska CrossFit konan Guðbjörg Valdimarsdóttir fékk boð um að keppa á CrossFit mótinu Combat Games sem verður haldið í Egyptalandi í september. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_) CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_)
CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira