Innlent

Tveir hundar réðust á konu á átt­ræðis­aldri á Akur­eyri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Árásin átti sér stað í fyrradag.
Árásin átti sér stað í fyrradag. Vísir/Vilhelm

Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu.

Lögreglan á Akureyri staðfestir í samtali við fréttastofa að fulltrúar hafi verið kallaðir út til að aðstoða konuna. Hundarnir tveir hafi veist að konunni og annar bitið hana.

Tilvikum þar sem hundar bíta fólk eða ráðast annars á hefur farið fjölgandi að sögn deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavík og hefur fréttastofa fjallað um það.

Nýlega fjallaði Vísir um um mál þýsks fjárhundar, sjeffer, sem réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum.

Einnig réðst óður hundur af tegundinni schnauzer á konu og karl á sjötugsaldri í sameign í íbúðarhúsi í Grafarvogi fyrr í mánuðinum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á hendi.


Tengdar fréttir

Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn

Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl.

Hunds­bitum fari fjölgandi

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum.

Óður hundur réðst á tvo í Grafar­vogi

Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×