Innlent

Íris ráðin fram­kvæmda­stjóri geð­heil­brigðis­þjónustu Heilsu­gæslunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íris Dögg Harðardóttir.
Íris Dögg Harðardóttir.

Íris Dögg Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tekur hún til starfa 15. ágúst næstkomandi.

Íris tekur við af Guðlaugu Unni Þorsteinsdóttur, sem hverfur til annarra starfa hjá Heilsugæslunni að eigin ósk.

„Íris er félagsráðgjafi að mennt og útskrifaðist frá University College Lillabælt árið 2011. Hún útskrifaðist með diplóma í fjölskyldumeðferð frá EHÍ 2018. Íris hefur starfað við geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og fullorðna síðastliðin 12 ár, á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. Hún hefur víðtæka reynslu af þverfaglegri teymisvinnu og meðferðarleiðum innan geðheilbrigðiskerfisins. Hún lauk meðal annars námi í Díaletískri atferlismeðferð (e. Dialectical Behavior Therapy) í Bandaríkjunum árið 2015 og hefur hlotið grunn- og framhaldsþjálfun í tengslamiðaðri fjölskyldumeðferð (e. Attachment based family therapy).

Íris var ráðin í starf teymisstjóra og síðar svæðis- og fagstjóra geðheilsuteymis suður hjá HH 1. júní 2019. Teymið er þverfaglegt meðferðarteymi sem sinnir geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar. Þjónustan var í upphafi ný og ómótuð og hefur Íris stýrt faglegri uppbyggingu hennar auk þess að móta menningu teymisins og starfsemi. Hún hefur ásamt öðrum stjórnendum geðheilsuteymanna komið að stefnumótun, uppbyggingu og framtíðarsýn þjónustunnar,“ segir í tilkynningu frá Heilsugæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×