Víkingar á leið til Albaníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 22:15 Víkingar fara til Albaníu. Vísir/Diego Víkingar munu mæta Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Bæði lið féllu úr leik í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27
Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47
UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10
Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27