Veitingamenn berjist í bökkum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 11:43 Aðalgeir og Simmi segja rekstur veitingastaða vera erfiðan, og óvíða sé meiri samkeppni. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt á því finnist undantekningar. Vísir Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum. „Það sem að ég fann að þessari frétt, er að þarna er verið að bera saman hamborgara og hamborgara, og það er ekki það sama,“ segir Simmi Vill, og vísar í umfjöllun Morgunblaðsins verðlagsþróun hamborgaramáltíða á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi er stærðarmunur á hamborgurum. Það munar gríðarlega miklu hvort að hamborgari sé 120 grömm eða 140 grömm, og síðan bara hvað er á honum. Á sumum þessum stöðum skiptir þetta máli,“ segir Simmi. Fréttin standi alveg, hvað verðhækkanir í prósentum varðar, en verðin hafi ekki tekið tillit til stærðar hamborgaranna. Simmi og Aðalgeir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum að borga hæstu laun í heiminum“ Aðalgeir segir að það sé góð spurning, af hverju verð hjá „street food“ matarbásum og mathöllum, sem eiga að bera minni kostnað en aðrir veitingastaðir, sé almennt ekkert mikið lægra en hjá öðrum veitingastöðum. „Það er önnur góð spurning. Það er auðvitað gamla tuggan, við erum að borga hæstu laun í heiminum. Þrátt fyrir að við skerum út þjónustuna í mathöllunum til dæmis, þá stendur þetta samt í stað, verðið,“ segir Aðalgeir. Veitingastaðir þurfi að fá meira í kassann til að reka meiri þjónustu og svo framvegis. En það sem ég skil ekki sem neytandi er, af hverju mathallirnar á Íslandi geta ekki boðið hlutfallslega lægra verð eins og mathallir gera erlendis? Simmi segir að veitingamenn losni ekki við sameignarþrif, rekstur hússins og þess háttar. Vissulega þurfi ekki þjóna og þannig sparist kostnaður. Hamborgari er ekki það sama og hamborgari, segir Simmi Vill.Getty „Já maður myndi halda það, en eg held að hnífurinn liggi svolítið í leigusamningnum,“ segir Aðalgeir. Simmi segir að hæsta fermetraverð í veitingasölu sé í mathöllum. Veitingamenn þurfi sérsamning varðandi launakjör Simmi segir að veitingamenn þurfi klárlega einhvern sérsamning varðandi launakjör starfsfólks. Aðalgeir segir að það sé enginn vilji til þess hjá verkalýðshreyfingunni, þau fái svo góða samninga núna. Veitingastaðir séu almennt að borga 50 til 60 prósent af veltu í laun. „Sko það sem hefur mest áhrif launalega, það er þessi mikli álagsmunur eftir klukkan sex og um helgar. Þetta er sá munur sem er hvergi hærri á vesturlöndum nema á Íslandi, að fara úr tímakaupi sem er samið um sem lágmarkskaup, og hækka það um 33 prósent eftir sex,“ segir Simmi. Simma finnst óréttlæti að ungt fólk í námi í aukavinnu á kvöldin fái hærra tímakaup en venjulegt fólk í dagvinnu.Vísir/Vilhelm Hann segir að hópurinn sem er í þessari vinnu á kvöldin sé oft ungt fólk í námi í aukavinnu, og þau fái því allt í einu hærra tímakaup en fólk í dagvinnu. „Þetta finnst mér mikið óréttlæti,“ segir Simmi. Aðalgeir skýtur því inn í að í þessum stöðugleikasamningum þurfi barirnir að borga 55 prósent álag á sínum mesta álagstíma. Veitingageirinn ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar „Þetta er mjög vanhugsað, og sérstaklega í ljósi þess hvað ferðaþjónustan í heild sinni, og veitingarekstur er klárlega mjög stór þáttur í því ef ekki sá stærsti, er bara orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Simmi. Það að hoppa yfir stóru málin í þeirri grein sé óábyrgt. „Þetta eru um 900 fyrirtæki að velta 120 milljörðum á ári skilurðu. Það er fólk á bak við öll þessi fyrirtæki, og mestmegnis eru þetta lítil og meðalstór fyrirtæki, og það er bara verið að henda okkur fyrir lestina,“ segir Aðalgeir. Hærri skattar og gjöld Simmi segir að það séu líka fleiri þættir en launin, sem útskýra hækkandi verðlagið. Sveitarfélögin hafi hent fram hækkuðum fasteignagjöldum nýlega í miðri verðbólgu, og þetta hafi áhrif á leigusamninga. Langflestir veitingamenn séu í leiguhúsnæði. „Það eru líka fleiri hlutir. Sorphirðukostnaður hefur rokið upp síðustu ár um mörg hundruð prósent. Bara það ef það eru matarleifar í einhverjum gám sem er ekki á réttum stað færðu bara sekt,“ segir Simmi. Simmi vill einnig benda á það, að í mars 2023, hafi fjármálaráðherra kynnt fyrirtækjaskattahækkun upp á eitt prósent til þess að sporna gegn verðbólgu. „Ég er ekki hagfræðimenntaður, en ég veit ekki hvernig þú ætlar að sporna gegn verðbólgu með því að hækka álögur á fyrirtæki sem á endanum varpa því yfir í verðlag til almennings.“ Fólk verði einnig að fatta að allt hafi hækkað í verði síðustu ár. Til að mynda hafi líterinn af mjólk kostað 70 krónur árið 2006, en kosti 254 krónur í dag. Fjórar tveggja lítra pepsi max hafi kostað 399 krónur árið 2006, en það sé nú verðið á einni hálfs lítra flösku. Verðið á hamborgurum hafi hækkað hlutfallslega töluvert minna en margt annað. Verðlag Bítið Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Það sem að ég fann að þessari frétt, er að þarna er verið að bera saman hamborgara og hamborgara, og það er ekki það sama,“ segir Simmi Vill, og vísar í umfjöllun Morgunblaðsins verðlagsþróun hamborgaramáltíða á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi er stærðarmunur á hamborgurum. Það munar gríðarlega miklu hvort að hamborgari sé 120 grömm eða 140 grömm, og síðan bara hvað er á honum. Á sumum þessum stöðum skiptir þetta máli,“ segir Simmi. Fréttin standi alveg, hvað verðhækkanir í prósentum varðar, en verðin hafi ekki tekið tillit til stærðar hamborgaranna. Simmi og Aðalgeir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum að borga hæstu laun í heiminum“ Aðalgeir segir að það sé góð spurning, af hverju verð hjá „street food“ matarbásum og mathöllum, sem eiga að bera minni kostnað en aðrir veitingastaðir, sé almennt ekkert mikið lægra en hjá öðrum veitingastöðum. „Það er önnur góð spurning. Það er auðvitað gamla tuggan, við erum að borga hæstu laun í heiminum. Þrátt fyrir að við skerum út þjónustuna í mathöllunum til dæmis, þá stendur þetta samt í stað, verðið,“ segir Aðalgeir. Veitingastaðir þurfi að fá meira í kassann til að reka meiri þjónustu og svo framvegis. En það sem ég skil ekki sem neytandi er, af hverju mathallirnar á Íslandi geta ekki boðið hlutfallslega lægra verð eins og mathallir gera erlendis? Simmi segir að veitingamenn losni ekki við sameignarþrif, rekstur hússins og þess háttar. Vissulega þurfi ekki þjóna og þannig sparist kostnaður. Hamborgari er ekki það sama og hamborgari, segir Simmi Vill.Getty „Já maður myndi halda það, en eg held að hnífurinn liggi svolítið í leigusamningnum,“ segir Aðalgeir. Simmi segir að hæsta fermetraverð í veitingasölu sé í mathöllum. Veitingamenn þurfi sérsamning varðandi launakjör Simmi segir að veitingamenn þurfi klárlega einhvern sérsamning varðandi launakjör starfsfólks. Aðalgeir segir að það sé enginn vilji til þess hjá verkalýðshreyfingunni, þau fái svo góða samninga núna. Veitingastaðir séu almennt að borga 50 til 60 prósent af veltu í laun. „Sko það sem hefur mest áhrif launalega, það er þessi mikli álagsmunur eftir klukkan sex og um helgar. Þetta er sá munur sem er hvergi hærri á vesturlöndum nema á Íslandi, að fara úr tímakaupi sem er samið um sem lágmarkskaup, og hækka það um 33 prósent eftir sex,“ segir Simmi. Simma finnst óréttlæti að ungt fólk í námi í aukavinnu á kvöldin fái hærra tímakaup en venjulegt fólk í dagvinnu.Vísir/Vilhelm Hann segir að hópurinn sem er í þessari vinnu á kvöldin sé oft ungt fólk í námi í aukavinnu, og þau fái því allt í einu hærra tímakaup en fólk í dagvinnu. „Þetta finnst mér mikið óréttlæti,“ segir Simmi. Aðalgeir skýtur því inn í að í þessum stöðugleikasamningum þurfi barirnir að borga 55 prósent álag á sínum mesta álagstíma. Veitingageirinn ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar „Þetta er mjög vanhugsað, og sérstaklega í ljósi þess hvað ferðaþjónustan í heild sinni, og veitingarekstur er klárlega mjög stór þáttur í því ef ekki sá stærsti, er bara orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Simmi. Það að hoppa yfir stóru málin í þeirri grein sé óábyrgt. „Þetta eru um 900 fyrirtæki að velta 120 milljörðum á ári skilurðu. Það er fólk á bak við öll þessi fyrirtæki, og mestmegnis eru þetta lítil og meðalstór fyrirtæki, og það er bara verið að henda okkur fyrir lestina,“ segir Aðalgeir. Hærri skattar og gjöld Simmi segir að það séu líka fleiri þættir en launin, sem útskýra hækkandi verðlagið. Sveitarfélögin hafi hent fram hækkuðum fasteignagjöldum nýlega í miðri verðbólgu, og þetta hafi áhrif á leigusamninga. Langflestir veitingamenn séu í leiguhúsnæði. „Það eru líka fleiri hlutir. Sorphirðukostnaður hefur rokið upp síðustu ár um mörg hundruð prósent. Bara það ef það eru matarleifar í einhverjum gám sem er ekki á réttum stað færðu bara sekt,“ segir Simmi. Simmi vill einnig benda á það, að í mars 2023, hafi fjármálaráðherra kynnt fyrirtækjaskattahækkun upp á eitt prósent til þess að sporna gegn verðbólgu. „Ég er ekki hagfræðimenntaður, en ég veit ekki hvernig þú ætlar að sporna gegn verðbólgu með því að hækka álögur á fyrirtæki sem á endanum varpa því yfir í verðlag til almennings.“ Fólk verði einnig að fatta að allt hafi hækkað í verði síðustu ár. Til að mynda hafi líterinn af mjólk kostað 70 krónur árið 2006, en kosti 254 krónur í dag. Fjórar tveggja lítra pepsi max hafi kostað 399 krónur árið 2006, en það sé nú verðið á einni hálfs lítra flösku. Verðið á hamborgurum hafi hækkað hlutfallslega töluvert minna en margt annað.
Verðlag Bítið Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira