Fótbolti

Fjör hjá Víkingum í Dublin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Víkinga eru byrjaðir að hita upp í Dublin.
Stuðningsmenn Víkinga eru byrjaðir að hita upp í Dublin. X/Sverrir Geirdal

Víkingur mætir Shamrock Rovers í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í Dublin í kvöld. Mikið fjör er hjá stuðningsmönnum Víkinga í Dublin.

Það er mikið undir hjá Víkingum gegn Shamrock Rovers í kvöld. Sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk með 0-0 jafntefli á heimavelli Víkinga í Fossvoginum.

Góður hópur stuðingsmanna Víkings fylgdi sínu liði út til Dublin. Víkingur birti í dag myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sínum og augljóst er að fjörið er mikið.

Heimavöllur Shamrock Rovers tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur og munu stuðningsmenn Víkinga án efa láta vel í sér heyra í kvöld.

Leikur Víkings og Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá Írlandi hefst klukkan 18:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×