Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2024 07:01 Alice Sowa rannsóknarkona og raðfrumkvöðull, hafði ekki hugmynd um hversu langt var á milli Blönduós og Skaftafells þegar hún fór á fyrsta stefnumótun við verðandi kærastann. Alice sér fyrir sér stór tækifæri í því að nýta betur íslensku lúpínuna. Vísir/RAX „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. „Og það sem átti að vera stutt fyrsta stefnumót, endaði sem tveggja vikna dvöl í Öræfum. Í fyrra endaði ég síðan með því að flytja þangað og við löngu byrjuð að búa saman,“ segir Alice og vísar þar til sambýlismannsins Sigurgeirs Thoroddsen, yfirlandvarðar í Skaftafelli. Alice er rannsóknarkona og raðfrumkvöðull. Alice kemur frá San Fransisco og sér fyrir sér stór tækifæri til að nýta betur íslensku lúpínuna. Og þar er til mikils að vinna því eitt af því sem blasir við í heiminum, er mikilvægi þess að vinna að sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu textíls. Sólheimar og rætur Heklu ,,Það er æðislegt að alast upp í Kaliforníu. Þarna gafst mér tækifæri á að vera nálægt náttúrunni en þó með gott aðgengi að öllu sem þarf, menntunarlega og í öðru. San Fransisco svæðið er líka mjög skapandi umhverfi,“ segir Alice, sem nýtti tímann til að ferðast þegar hún var í framhaldsnámi; var í fjóra mánuði í Indlandi og síðar lá leiðin til Hollands. „Ég þurfti reyndar að fara heim þaðan vegna Covid.“ Til Íslands kom hún fyrst árið 2019. „Ég var að læra iðnhönnun og umhverfisfræði og í því námi, var boðið upp á ferðakúrsa sem gáfu manni færi á að sækja nýja staði og vinna að verkefnum þar, sem síðan voru nýtt í náminu. Einn slíkur áfangastaður voru Sólheimar í Grímsnesi og þar dvaldi ég í tvær vikur árið 2019,“ segir Alice og bætir við: „Þar vorum við hópur nemenda að sinna ýmsum verkefnum í gróðurhúsunum og að planta ógrynni trjáa við Heklurætur. Eftir þessa dvöl má segja að Ísland hafi átt sérstakan stað í hjartanu og ég hugsaði strax með mér: Hingað er ég til í að koma aftur einn daginn.“ Á myndum má sjá prufu sem meðstofnandi Alice að Arctic Fibers, Matthildur Marvinsdóttir, vann úr 100% lúpínu þráðum. Á næsta ári er markmiðið að búa til gallabuxur úr lúpínu.Vísir/RAX, Sigurgeir Thoroddsen Blönduós Alice nam iðnhönnun í Massachusetts College of Art and Design og eftir útskrift, fór hún að vinna á Bostonsvæðinu. „Starfið mitt fólst í að hanna skynditísku [e. fast fashion] nestisbox,“ segir Alice og tiltekur að það hafi verið af hinu góða að kynnast heimi framleiðslu og iðnaðar um tíma. Einn daginn rekst ég á auglýsingu um námskeið hjá Textílmiðstöðinni á Blönduósi á Íslandi, sem kallast Fabricademy. Og ég hugsaði strax með mér: Er ekki tækifærið bara komið þarna?“ Úr varð að Alice pakkaði niður og flaug til Íslands. Þetta var haustið 2022 og var ætlunin að dvelja og starfa á Blönduósi í hálft ár. „Mér þótti afar gott að búa á Blönduósi. Var svo sem fyrst og fremst upptekin af verkefninu sem ég var að vinna að, en samfélagið tók vel á móti mér og þarna leið mér mjög vel,“ segir Alice, en til þess að átta sig betur á því í hverju rannsóknarvinna Alice fólst, má nefna að meginmarkmið Textílmiðstöðvarinnar er að vera alþjóðleg miðstöð rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Áhersla er lögð á nýsköpunar- þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu í tengslum við textíl en það var í gegnum þetta verkefni, sem áhugi Alice vaknaði á því að vinna með íslensku lúpínuna. Frá því að Alice sá auglýsingu um sex mánaða námskeið á vegum Textílsmiðstöðvarinnar á Blönduósi haustið 2022, hefur ýmislegt gerst. Til dæmis hefur hún hlotið ýmsa styrki, tekið þátt í Hringiðu og Gullegginu Topp tíu 2024, Hönnunarmars og fleira. Vísir/RAX Öræfi Þótt Alice sjái fyrir sér tækifæri með íslenska lúpínu og fleira tengt textíl, var það fyrst og fremst ástin fyrir austan sem tryggði að hún ílengist á Íslandi. Flutt í Skaftafell, sat Alice þó ekki aðgerðarlaus því áður en varði var hún farin af stað með sitt eigið verkefni. Það var síðan kynnt til sögunnar síðasta vetur undir nafninu Ullarkögglar, verkefni sem meðal annars tók þátt í Gulleggið Topp Tíu 2024. „Það verður alltaf afgangshluti af ull sem ýmist er hent eða flutt úr landi ónotuð. Þetta eru ullarkögglarnir sem eru oft með kúk og öðru í og því ekki hægt að nýta á hefðbundinn hátt,“ segir Alice og bætir við: „Ullarkögglahugmyndin byggir á því að nýta þessa köggla sem hluta af fóðurbætandi efni í mold innanhúsplantna og blóma. Því ullin sígur í sig vatn og Ullarköggull getur því nýst við að rækta plöntur innandyra, sem ekki þurfa eins mikla vöktun en eru þó að gefa í þessa hollu og góðu súrefnishringrás í andrúmsloftinu.“ Í janúar á þessu ári stofnaði Alice síðan sprotafyrirtækið Arctic Fibers með Matthildi Marvinsdóttur. Saman tóku þær þátt í viðskiptahraðlinum Hringiðu en síðustu sex mánuði hefur Alice hlotið ýmsa styrki fyrir verkefnin sín; Frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, frá Atvinnumálum kvenna og Hönnunarsjóð. Í Hringiðu varð sprotafyrirtækið Arctic Fibers til, en markmið þess er að umbreyta lúpínu á Íslandi þannig að úr verði aðgengilegt efni fyrir byggingariðnað, textíl og fleira. Markmið þeirra er að stofna plöntutrefja- verksmiðju þar sem unnið er að því að koma hráefnum landbúnaðarins aftur í verk á sjálfbæran hátt. „Það er rosalega mikil hvatning sem felst í því að fá styrki fyrir svona frumkvöðlaverkefni,“ segir Alice í samtali um hversu mikilvæg rannsóknar- og þróunarhluti sprotaverkefna er. Alice segir styrkleika sína og Matthildar liggja í sköpunarhlutanum og það verði því markmið fyrirtækisins á síðari stigum að fá meiri viðskiptaþenkjandi aðila að borði. Sem stendur felist verkefnið þó í að átta sig á því hversu langt eða mikið er hægt að gera úr íslensku lúpínunni. „Markmiðið á næsta ári er að búa til lúpínu-gallabuxur!“ segir Alice og bætir við: Að nýta lúpínuna í fataiðnaðinn er stóri draumurinn en við gerum okkur alveg grein fyrir því að áður en slíkur draumur yrði að veruleika, væru verkefnin eflaust minni í sniðum og tekin í skrefum.“ Alice segir það seinni tíma mál að huga að langtímabúsetu. Um þessar mundir uni hún sér vel í Skaftafelli, hugurinn sé að mestu í lúpínuverkefninu þótt önnur störf og sprotaverkefni fylgi með. Til að læra íslensku er Alice meðal annars með litla minnismiða út um allt heima fyrir. Sigurgeir Thorodssen Alice unir sér vel á Íslandi og ljóst er af samtalinu að það er ekkert farasnið á henni. „Ég viðurkenni að íslenskan er erfitt tungumál að læra. En Sigurgeir er að hjálpa mér og við erum meira að segja með litla minnismiða út um allt hús heima, með íslenskum orðum svo mér lærist hvað hlutirnir heita,“ segir Alice og brosir. Þar sem Sigurgeir er ættaður úr Öræfum, segir hún drauminn vera að byggja eigið hús á landskika sem hann á. „En það er seinni tíma mál að ákveða búsetuna til langstíma. Til dæmis með tilliti til þess hvað er í boði hérna fyrir börn og svo framvegis. Þar gætu verið möguleikar til skoðunar annars staðar en hér, á Íslandi eða jafnvel í Kaliforníu, þetta kemur bara í ljós.“ Seinna meir stefnir hún á meistaranám, en þó ekki strax. „Í augnablikinu er ég fyrst og fremst með hugann við lúpínuverkefnið, en sinni öðrum störfum og öðrum sprotaverkefnum samhliða, reyni að læra íslenskuna smátt og smátt og nýt þess að búa á Íslandi. Sem ég held að fjölskyldunni minni finnist fínt því þau vissu stundum af mér hér og þar í Bandaríkjunum eða úti í heimi þannig að það að vita af mér ráðsettri í Skaftafelli á Íslandi er bara þægileg tilhugsun.“ Nýsköpun Innflytjendamál Tengdar fréttir Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Og það sem átti að vera stutt fyrsta stefnumót, endaði sem tveggja vikna dvöl í Öræfum. Í fyrra endaði ég síðan með því að flytja þangað og við löngu byrjuð að búa saman,“ segir Alice og vísar þar til sambýlismannsins Sigurgeirs Thoroddsen, yfirlandvarðar í Skaftafelli. Alice er rannsóknarkona og raðfrumkvöðull. Alice kemur frá San Fransisco og sér fyrir sér stór tækifæri til að nýta betur íslensku lúpínuna. Og þar er til mikils að vinna því eitt af því sem blasir við í heiminum, er mikilvægi þess að vinna að sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu textíls. Sólheimar og rætur Heklu ,,Það er æðislegt að alast upp í Kaliforníu. Þarna gafst mér tækifæri á að vera nálægt náttúrunni en þó með gott aðgengi að öllu sem þarf, menntunarlega og í öðru. San Fransisco svæðið er líka mjög skapandi umhverfi,“ segir Alice, sem nýtti tímann til að ferðast þegar hún var í framhaldsnámi; var í fjóra mánuði í Indlandi og síðar lá leiðin til Hollands. „Ég þurfti reyndar að fara heim þaðan vegna Covid.“ Til Íslands kom hún fyrst árið 2019. „Ég var að læra iðnhönnun og umhverfisfræði og í því námi, var boðið upp á ferðakúrsa sem gáfu manni færi á að sækja nýja staði og vinna að verkefnum þar, sem síðan voru nýtt í náminu. Einn slíkur áfangastaður voru Sólheimar í Grímsnesi og þar dvaldi ég í tvær vikur árið 2019,“ segir Alice og bætir við: „Þar vorum við hópur nemenda að sinna ýmsum verkefnum í gróðurhúsunum og að planta ógrynni trjáa við Heklurætur. Eftir þessa dvöl má segja að Ísland hafi átt sérstakan stað í hjartanu og ég hugsaði strax með mér: Hingað er ég til í að koma aftur einn daginn.“ Á myndum má sjá prufu sem meðstofnandi Alice að Arctic Fibers, Matthildur Marvinsdóttir, vann úr 100% lúpínu þráðum. Á næsta ári er markmiðið að búa til gallabuxur úr lúpínu.Vísir/RAX, Sigurgeir Thoroddsen Blönduós Alice nam iðnhönnun í Massachusetts College of Art and Design og eftir útskrift, fór hún að vinna á Bostonsvæðinu. „Starfið mitt fólst í að hanna skynditísku [e. fast fashion] nestisbox,“ segir Alice og tiltekur að það hafi verið af hinu góða að kynnast heimi framleiðslu og iðnaðar um tíma. Einn daginn rekst ég á auglýsingu um námskeið hjá Textílmiðstöðinni á Blönduósi á Íslandi, sem kallast Fabricademy. Og ég hugsaði strax með mér: Er ekki tækifærið bara komið þarna?“ Úr varð að Alice pakkaði niður og flaug til Íslands. Þetta var haustið 2022 og var ætlunin að dvelja og starfa á Blönduósi í hálft ár. „Mér þótti afar gott að búa á Blönduósi. Var svo sem fyrst og fremst upptekin af verkefninu sem ég var að vinna að, en samfélagið tók vel á móti mér og þarna leið mér mjög vel,“ segir Alice, en til þess að átta sig betur á því í hverju rannsóknarvinna Alice fólst, má nefna að meginmarkmið Textílmiðstöðvarinnar er að vera alþjóðleg miðstöð rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Áhersla er lögð á nýsköpunar- þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu í tengslum við textíl en það var í gegnum þetta verkefni, sem áhugi Alice vaknaði á því að vinna með íslensku lúpínuna. Frá því að Alice sá auglýsingu um sex mánaða námskeið á vegum Textílsmiðstöðvarinnar á Blönduósi haustið 2022, hefur ýmislegt gerst. Til dæmis hefur hún hlotið ýmsa styrki, tekið þátt í Hringiðu og Gullegginu Topp tíu 2024, Hönnunarmars og fleira. Vísir/RAX Öræfi Þótt Alice sjái fyrir sér tækifæri með íslenska lúpínu og fleira tengt textíl, var það fyrst og fremst ástin fyrir austan sem tryggði að hún ílengist á Íslandi. Flutt í Skaftafell, sat Alice þó ekki aðgerðarlaus því áður en varði var hún farin af stað með sitt eigið verkefni. Það var síðan kynnt til sögunnar síðasta vetur undir nafninu Ullarkögglar, verkefni sem meðal annars tók þátt í Gulleggið Topp Tíu 2024. „Það verður alltaf afgangshluti af ull sem ýmist er hent eða flutt úr landi ónotuð. Þetta eru ullarkögglarnir sem eru oft með kúk og öðru í og því ekki hægt að nýta á hefðbundinn hátt,“ segir Alice og bætir við: „Ullarkögglahugmyndin byggir á því að nýta þessa köggla sem hluta af fóðurbætandi efni í mold innanhúsplantna og blóma. Því ullin sígur í sig vatn og Ullarköggull getur því nýst við að rækta plöntur innandyra, sem ekki þurfa eins mikla vöktun en eru þó að gefa í þessa hollu og góðu súrefnishringrás í andrúmsloftinu.“ Í janúar á þessu ári stofnaði Alice síðan sprotafyrirtækið Arctic Fibers með Matthildi Marvinsdóttur. Saman tóku þær þátt í viðskiptahraðlinum Hringiðu en síðustu sex mánuði hefur Alice hlotið ýmsa styrki fyrir verkefnin sín; Frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, frá Atvinnumálum kvenna og Hönnunarsjóð. Í Hringiðu varð sprotafyrirtækið Arctic Fibers til, en markmið þess er að umbreyta lúpínu á Íslandi þannig að úr verði aðgengilegt efni fyrir byggingariðnað, textíl og fleira. Markmið þeirra er að stofna plöntutrefja- verksmiðju þar sem unnið er að því að koma hráefnum landbúnaðarins aftur í verk á sjálfbæran hátt. „Það er rosalega mikil hvatning sem felst í því að fá styrki fyrir svona frumkvöðlaverkefni,“ segir Alice í samtali um hversu mikilvæg rannsóknar- og þróunarhluti sprotaverkefna er. Alice segir styrkleika sína og Matthildar liggja í sköpunarhlutanum og það verði því markmið fyrirtækisins á síðari stigum að fá meiri viðskiptaþenkjandi aðila að borði. Sem stendur felist verkefnið þó í að átta sig á því hversu langt eða mikið er hægt að gera úr íslensku lúpínunni. „Markmiðið á næsta ári er að búa til lúpínu-gallabuxur!“ segir Alice og bætir við: Að nýta lúpínuna í fataiðnaðinn er stóri draumurinn en við gerum okkur alveg grein fyrir því að áður en slíkur draumur yrði að veruleika, væru verkefnin eflaust minni í sniðum og tekin í skrefum.“ Alice segir það seinni tíma mál að huga að langtímabúsetu. Um þessar mundir uni hún sér vel í Skaftafelli, hugurinn sé að mestu í lúpínuverkefninu þótt önnur störf og sprotaverkefni fylgi með. Til að læra íslensku er Alice meðal annars með litla minnismiða út um allt heima fyrir. Sigurgeir Thorodssen Alice unir sér vel á Íslandi og ljóst er af samtalinu að það er ekkert farasnið á henni. „Ég viðurkenni að íslenskan er erfitt tungumál að læra. En Sigurgeir er að hjálpa mér og við erum meira að segja með litla minnismiða út um allt hús heima, með íslenskum orðum svo mér lærist hvað hlutirnir heita,“ segir Alice og brosir. Þar sem Sigurgeir er ættaður úr Öræfum, segir hún drauminn vera að byggja eigið hús á landskika sem hann á. „En það er seinni tíma mál að ákveða búsetuna til langstíma. Til dæmis með tilliti til þess hvað er í boði hérna fyrir börn og svo framvegis. Þar gætu verið möguleikar til skoðunar annars staðar en hér, á Íslandi eða jafnvel í Kaliforníu, þetta kemur bara í ljós.“ Seinna meir stefnir hún á meistaranám, en þó ekki strax. „Í augnablikinu er ég fyrst og fremst með hugann við lúpínuverkefnið, en sinni öðrum störfum og öðrum sprotaverkefnum samhliða, reyni að læra íslenskuna smátt og smátt og nýt þess að búa á Íslandi. Sem ég held að fjölskyldunni minni finnist fínt því þau vissu stundum af mér hér og þar í Bandaríkjunum eða úti í heimi þannig að það að vita af mér ráðsettri í Skaftafelli á Íslandi er bara þægileg tilhugsun.“
Nýsköpun Innflytjendamál Tengdar fréttir Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01
Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00