Leitaði til Kanada til að finna leikmann fyrir kvennalið Vals Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 14:01 Kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino spilar næsta vetur með Val í Bónus deild kvenna í körfubolta. @bccderthonabasket Valsmenn hafa samið við nýjan erlendan leikmann fyrir kvennakörfuboltalið félagsins. Leikmaðurinn er kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino. Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Fór að gráta þegar hann skoraði Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa)
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Fór að gráta þegar hann skoraði Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira