Reiknuðu út að xG var bara 0,05 í sigurmarki Ollie Watkins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:16 Ollie Watkins var hetja kvöldsins en hann þurfti bara rúmar tíu mínútur til að tryggja Englandi sæti í úrslitaleiknum og sér útnefninguna maður leiksins. Getty/Michael Regan Ollie Watkins tryggði enska landsliðinu 2-1 sigur á Hollandi í gær og um leið sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira