Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hlynur Snær Andrason fékk 93 milljóna króna fjármögnun fyrir sprotafyrirtækið Scandal í fyrra, þá staddur í garðkofa í Kaliforníu þar sem hann bjó. Heilt yfir er náms- og starfsferill Hlyns nokkuð ævintýraleg frásögn. Þar sem gulltennur rappara, 666 Norður bolir, Ólafur Elíasson sem mentor og frægur kokkur og aktivisti í Bandaríkjunum koma meðal annars við við sögu. Hlynur Snær Andrason „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. „Markmiðið er að þróa einföld tól til að hjálpa okkur að gera upplifun okkar af internetinu persónulegri en hún er í dag. Það gerum við með gervigreindinni, sem nokkurn veginn er við það að fara að breyta öllu sem við þekkjum,“ segir Hlynur. Hlynur segir viku í þróun jafnast á við ár áður, svo mikill hratt séu hlutirnir að gerast. „Ég fékk 50.000 dollara styrk til að vinna að rannsóknarverkefni í San Francisco sem gekk út á að tengja saman heimspeki, tækniþróun og myndlist. Þessu tengt fengum við til okkar sérfræðinga í tækniheiminum nánast daglega. Og sögurnar þeirra voru allar eins. Því á hverjum degi kom einhver inn í stofuna og sagði: Þetta er hægt í dag og var ekki hægt í gær.“ Myndavélin hans langafa og Hlynur við myndavélina. Enda segir Hlynur Snær ljósmyndun hafa verið hans gítar frá því að hann man eftir sér. Hlynur er í dag mjög ánægður með að hafa blandað saman myndlist og tækni. Gervigreindin sé að fara að breyta öllu, þar sem nýjar lausnir eru með manneskjuna í miðjunni en gervigreind sem ofurkraft. Hlynur Snær Andrason Google Eskifjörður, San Francisco og Toronto Hlynur Snær er fæddur 24.maí 1997, sonur Andra Snæs Magnasonar rithöfundar og Margrétar Sjafnar Torp hjúkrunarfræðings. Hlynur tilheyrir frumkvöðlahópi Z-kynslóðarinnar svo kölluðu, þeirri sömu og sögð er munu breyta heiminum algjörlega frá því sem nú er. Meðal annars með tilkomu gervigreindarinnar. En einnig með breyttu og áður óþekktu viðhorfi. „Ég hugsa oft til Íslands,“ segir Hlynur allt í einu. Hvers vegna erum við ekki með Google Eskifjörður? Þannig værum við að nýta raforkuna til að virkja heilabúið….“ Tja, þegar stórt er spurt…. „Þá gætum við notað orkuna ekki bara í vöru sem er send út úr landi sem hráefni, heldur í gagnavinnslu og eitthvað sem skilar hugviti til baka til samfélagsins. Og skapar menningu fyrir því að tæknifyrirtæki fái fótspor hér. Það er mun líklegra að ungt fólk í dag vilji læra tölvunarfræði en málmsteypu…” Í spjalli við Hlyn er ekki laust við að frásögnin hans minni frekar á einhverja ævintýramynd í bíó eða sögubók. Því svo margt hljómar hreinlega svo skemmtilega skrýtið. Til dæmis það að stuttu eftir stofnun Scandal í fyrra, fékk Hlynur 93 milljóna króna fjármögnun frá fjárfestingarsjóði Bloomberg ásamt öðrum fjárfestum. Sem heimsótti hann í garðkofann hans í Berkeley við San Francisco þar sem hann bjó þá. „Stærsti hluturinn kom frá sjóðnum sem hann fer fyrir en eins kynnti hann okkur fyrir nokkrum englum,“ útskýrir Hlynur. Voru engar ppoint kynningar eða excelskjöl? „Nei í Kísildalnum er allt gert á stuttermabolnum. Jakkafötin eru í New York,“ svarar Hlynur. Eins og þetta sé öllum augljóst. Þessa dagana er Hlynur nýfluttur til Toronto í Kanada. Þar sem hann leigði á dögunum flott skrifstofurými í gamalli hnetuverksmiðju. „Þarna nýttist mér vel reynslan af því að vinna með Ólafi Elíassyni. Því ég er að nálgast þetta verkefni eins og hvert annað listamannastúdíó. Finna gamalt iðnaðarloft, standsetja það og tryggja að allir vinni síðan saman í rýminu. Það er best,“ segir Hlynur. Sem samhliða þessu vinnur að því að ráða þrjá snillinga úr Waterloo háskólanum til að hefja forritun fyrir Scandal. „Það má segja að Toronto sé upphaf og miðja gervigreindarinnar. Mikið af þróun þessarar kynslóðar gervigreindar hófst hér og eru þeir með þeim sem eru komnir lengst,“ segir Hlynur en félagi hans og meðstofnandi starfar og býr enn í San Francisco. En spólum aðeins til baka og reynum að átta okkur á því, hvernig þetta ævintýri hófst nú allt saman. Í MR áttaði Hlynur sig á því að skóli ætti ekkert sérstaklega vel við hann. En þegar hann var þar, fékk hann hugmynd að því að framleiða 666Norður boli, sem fyrirtækið 66Norður frétti síðan af og fór svo að um sumarið starfaði hann við ljósmyndun fyrir 66Norður og endaði með að framleiða 666Norður bolina með þeim.Hlynur Snær Andrason 666 bolir, ljósmyndir og rapp Það má með sanni segja að Hlynur sé hugmyndaríkur, enda segir hann að í MR hafi hann áttað sig á því að skóli á einfaldlega ekki við hann. „Ekki misskilja mig samt. MR er frábær skóli og mér fannst gaman að læra þar. En hann telst seint framsæknasti skóli landsins, er ekki með neinar tölvur né skapandi greinar.“ Að skapa skiptir Hlyn þó miklu máli. Til dæmis hefur hann haft áhuga á ljósmyndun frá því að hann var bara barn. „Það má segja að ljósmyndun sé minn gítar. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa eitthvað til og í MR fékk ég þá hugmynd að framleiða 666 Norður boli fyrir rappara og aðra tónlistarmenn sem ég þekkti. Karlatíska var lítil á þessum tíma en þó aðeins að ryðja sér rúms,“ segir Hlynur og bætir við: „Mér skilst reyndar að þeir hjá 66Norður hafi ekkert verið yfir sig hrifnir þegar þeir heyrðu af 666 Norður bolunum fyrst, en þeir leiddu þó til þess að um sumarið vann ég sem ljósmyndari hjá þeim og við enduðum með að framleiða 666Norður bolina saman.“ Stuttu síðar fékk Hlynur aðra hugmynd. „Ég fór að framleiða gull- og silfurtennur fyrir rappara og aðra í tónlistargeiranum. Vinur afa míns sem er tannsmiður kenndi mér að taka mót og síðan vann ég með gullsmið sem kenndi mér að steypa.“ Ekki nóg með að þetta hljómi framandi, heldur leiddu umræddar gull- og silfurtennur til þess að enn þá fleiri tækifæri sköpuðust. Ég hitti Ólaf Elíasson um áramót og er eitthvað að segja honum frá tönnunum. Sem honum fannst verulega spennandi og spyr mig á endanum hvort ég vilji ekki skoða að koma til hans í starfsnám til Berlínar. Þar sem hann hefur oft verið með Íslendinga í starfsnámi.“ Hlynur var líka í MR þegar honum datt í hug að fara að framleiða gull- og silfurtennur fyrir rappara og aðra tónlistarmenn og þá var ekkert annað en að vinda sér í þá framleiðslu. Hlynur fékk aðstoð hjá vini afa síns sem er tannsmiður og lærði að steypa hjá gullsmið. Tennurnar slógu í gegn. Hlynur Snær Andrason Gullni miðinn, útlönd og íslenskir jöklar Hlynur segir að í raun hafi ballið byrjað þegar hann fór að vinna með Ólafi. Sem hann gerði næstu tæp fjögur árin á eftir. Þó með hléum, því samhliða þurfti hann að klára stúdentspróf og halda áfram utan í frekari nám. Hlynur viðurkennir að það hafi verið lærdómsrík upplifun að flytja að heiman. Og það alla leið til Berlínar. „Starfsnámið hjá Ólafi þýddi að ég var kominn með gullna miðann, þetta var ótrúlega flott tækifæri og flott stúdíó sem ég fór að vinna í hjá honum í Berlín. En auðvitað stóð ég bara í sömu sporum þar og allir aðrir; var starfsmaður sem þurfti að finna minn farveg sem slíkur.“ Alls kyns verkefni, sýningar, hugmyndir og annað eru nú þulin upp sem dæmi um ævintýraleg verkefni sem unnið var að í Berlín. „En ég lærði líka heilmikið á því að vera fluttur að heiman og til útlanda. Það er reynsla sem er öllum holl. Ég byrjaði á því að búa með öðrum listamanni, þar sem fæturnir á mér stóðu einfaldlega vel út fyrir rúmið svo lítið var það,“ segir Hlynur og bætir við: „Og í fyrsta sinn á ævinni var ég ekki með hafið eða Esjuna sem fastan og áþreifanlegan punkt að styðjast við. Því Berlín er flöt borg og þar er helsta kennileitið er sjónvarpsturninn á Alexanderplatz, sem er kúla þannig þú veist aldrei hvorum megin við hana þú ert.“ En Hlyni leið vel. Þegar ég kynntist veröldinni í kringum Ólaf, áttaði ég mig á því að heimurinn er uppfullur af fólki eins og ég. Sem er að gera alls kyns skrýtna hluti. Sem eru ekkert skrýtnir því það er heill iðnaður í kringum svona hugmyndir eins og bolina eða tennurnar sem ég var að vinna að heima.“ Þó kom að því að snúa aftur á frón. „Ég fór að upplifa heimþrá í lokin en áður en ég fór heim, ákvað ég að finna nöfnin á öllum íslensku jöklunum sem Ólafur hafði myndað í jöklaseríunni sinni sem ungur myndlistarmaður árið 1998,“ segir Hlynur og útskýrir að auðvitað hafi þetta verið sjálfsögð hugmynd; Amma hans og afi hafi verið jöklarannsóknarfólk! „Nokkrum mánuðum síðar, 21 árs og á Íslandi, er ég síðan keyrandi um á bláum pallbíl sem þó varla hreyfðist þegar ég steig á bensíngjöfina enda var ég með 400 kíló af flugvélabensíni á pallinum.“ Sem skýrist af því að þetta sumar ákvað Ólafur að endurgera allar jöklamyndirnar sínar, sem hann gerði úr flugvél sem sveif fyrir ofan bláa pallbílinn. Markmið verkefnisins var að mæla breytingarnar sem höfðu orðið á jöklunum á þessu tuttugu ára tímabili en myndirnar voru síðar sýndar saman á Tate Modern á sýningu Ólafs: In Real Life árið 2019. Það sem upphaflega átti að vera sex mánaða starfsnám hjá Ólafi Elíassyni í Berlín, endaði sem fimm ára ævintýri sem ýmist var á Íslandi eða í útlöndum. Hlynur segir Ólaf ótrúlega gjafmildan og verðmætan kennara sem kenndi honum að sjá heiminn aftur í nýju ljósi. Hér eru þeir félagarnir með Ai Weiwei í Lissabon, sem Hlynur segir líka rokkstjörnu í menningarheiminum.Hlynur Snær Andrason London, Sviss og Lissabon Hlynur útskrifaðist sem stúdent en viðurkennir að sú útskrift hafi tafist. „Ég féll í íþróttum og mætingu,“ segir Hlynur en ekki laust við að glitti í prakkarasvip. Næst var að huga að frekari námi og þar sem Hlynur var sannfærður um að hann yrði myndlistarmaður, var stefnan tekin á Goldsmiths myndlistarháskólann í London. London er æðisleg borg. Þarna er geggjuð menning og tískuljósmyndun mjög sterk, en það síðarnefnda dró mig þangað á þeim tíma,“ segir Hlynur og bætir við: „En auðvitað leið mér svolítið eins og mér leið fyrst í Berlín. Ég var kominn aftur á einhvern byrjunarreit nema að í þetta sinn var ég að eyða peningum foreldra minna í rándýru námi, þar sem ég hitti kennara aðra hverja viku því þess á milli átti ég að vera að skapa eitthvað sjálfur.“ Hlynur segir að það að vera í listaháskóla sé í raun eins og að vera í stanslausu partíi. Þar hafi hann fengið margar misgáfulegar hugmyndir og því miður kennara sem hann tengdi ekkert við. „Eina reglan í myndlist er að þú mátt ekki skapa eitthvað sem er til nú þegar.“ Hlynur fann sína leið á bókasafninu. „Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað manni er annt um. Því sköpun snýst í rauninni um það sem okkur er annt um og það sem magatilfinningin er að segja okkur. En mér fannst ég oft finna best hvað magatilfinningin mín var að segja mér, þegar ég sat kyrr á bókasafni og var að lesa.“ Níu mánuðum seinna var komið að því að halda aftur til Íslands. Þar setti Hlynur upp studíó í Perlunni með nokkrum félögum sínum en um haustið hélt hann aftur utan og í þetta sinn í écal háskólann í Sviss. Aftur varði Hlynur drjúgum tíma á bókasafninu en hann segir dvölina í Sviss hafa verið frábæran valkost. „Ekki aðeins kostaði það 1/10 að vera í Sviss miðað við London, heldur voru allar hetjurnar mínar listamenn frá París sem störfuðu í frönsku senunni á 9.áratugnum. Sviss tilheyrir sama menningarheimi og skólinn fékk til sín marga heimspekinga sem höfðu starfað með þeim myndlistarmönnum. Það skrýtna var þó, að það var á þessum tíma, sem áhuginn fór að beinast að tækninni. „Sviss skiptist svolítið í myndlistina annars vegar en tækninám hins vegar. Ég komst síðan fljótt að því að tónlistin var miklu betri í partíunum með listamönnunum, en samræðurnar ekkert endilega jafn góðar. Í partíunum með tæknifólkinu var tónlistinn ekkert sérstök en samræðurnar þeim mun áhugaverðari,“ útskýrir Hlynur og aftur er ekki laust við að prakkarasvipur sjáist í andlitinu. Eftir Sviss fór Hlynur til Portúgals, þar sem hann vann með Ólafi Elíassyni, sem þýðir að það sem upphaflega átti að vera sex mánaða starfsnám, endaði með að vera fimm ára ævintýri með hléum. Og lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt. „Ólafur ferðast á fjórðu víddinni. Sem þýðir að Ólafur vinnur með alls kyns fyrirtækjum og alls kyns fólki. Í listageiranum, úr tækniheiminum, hverju sem er. Með honum kynntist ég ótrúlegustu rokkstjörnum listageirans. Til dæmis Ai Weiwei í Lissabon, þar sem við dvöldum eitt sumar þegar Ólafur var að undirbúa sýningu. Ólafur var ótrúlega gjafmildur, og verðmætur kennari. Kenndi mér að sjá heiminn aftur í nýju ljósi.” En tæknin heillaði alltaf meira og meira. „Sérstaklega með tilkomu gervigreindarinnar. Því það er svo margt að fara að breytast með henni. Þessi stafræna veröld er stórmerkileg og ég hugsaði einfaldlega með mér: Ég verð að komast nær þessu.“ Hlynur var sannfærður um að hann yrði myndlistarmaður en eftir nám í London og Sviss og alls kyns verkefni um víðan völl, fór tæknin að toga hann til sín. Þegar Hlynur fékk 50.000 dollara styrk til að vinna að rannsóknarverkefni í San Francisco var ekki aftur snúið: Sprotaumhverfið tók við þar sem reynslan úr myndlistinni hefur ekki síður skilað sér. Hlynur Snær Andrason San Fransisco og Kísildalurinn Haustið) 2022 flutti Hlynur til Berkeley, sem er hinum meginn við flóa San Fransisco. Þar sem hann segir tvo heima mætast á fullkominn hátt: Listina annars vegar og tæknina hins vegar. „Enda fékk ég strax þá tilfinningu þar að ég væri komin heim.“ Við tók enn eitt ævintýrið því Hlynur leigði garðkofa hjá Alice Waters, kokki og rithöfundi með meiru. „Alice er aktívisti, Kalifornía alla leiðina í gegn. Hún er frumkvöðull og umbreytti matarmenningu í Bandaríkjunum í skrifum sínum og verkum. Hún kom ,,beint frá býli" aftur á kortið og það var hún sem kynnti mig fyrir meðstofnanda mínum í Scandal.“ Eitt leiddi af öðru og segist Hlynur aldrei gleyma því þegar hann hitti fjárfestirinn fyrst. Mann sem honum hafði verið sagt að hann ætti endilega að hitta og kynna hugmyndir Scandal fyrir. Einn fimmtudagsmorguninn, er bankað á gluggann hjá mér í kofanum og ég sé mann kíkja inn, sem spurði mig: So how can I help you?“ Næstu mínúturnar lagði Hlynur sig allan fram við að skýra út hugmyndina eins hratt og skilmerkilega og honum frekast var unnt. „Því hugmyndin var sú að hann myndi síðan kynna okkur fyrir einhverjum englafjárfestum og síðan myndi sjóðurinn sem hann færi fyrir kannski koma inn. En hann var svo hrifinn strax að hann einfaldlega tilkynnti í garðinum að þeir kæmu inn fyrstir.“ Alice Waters kokkur, rithöfundur og aktívisti er ein af hetjum Hlyns í dag, enda segir hann hana hafa opnað fyrir sér margar dyr, auk þess að vera kalifornísku ömmu sína. Hlynur er nýbúinn að finna húsnæði fyrir Scandal í Toronto og er þar að ráða þrjá forritara sem snillinga til starfa. Hann segir heiminn hafa aðlagast tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan, en nú sé kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum.Hlynur Snær Andrason Ævintýrið er hafið Að þróa nýjar lausnir með gervigreindina í fararbroddi segir Hlynur vera langt, strangt og flókið ferli. „Gervigreind gerir okkur kleift að þróa alls konar nýjar upplifanir og það er spennandi tími til að byrja núna.” Miklu skiptir að vinna sem hraðast og fá hæfasta fólkið í teymið. Það er allt að fara að breytast með gervigreindinni. Áður en fólk veit af, verðum við öll með aðstoðarfólk eða „agenta“ sem sjá um alls konar hluti fyrir okkur en eru í raun bara gervigreind. S em sér síðan um að versla fyrir okkur, bóka ferðalög eða hótel og jafnvel stefnumótin okkar.“ Stefnumótin? „Já, sumir segja að sú veröld verði að veruleika að fólk situr heima en fær gervigreindina sína til að mæta á fyrsta stefnumótið, tala þar við aðra gervigreind og í kjölfarið getur þú metið hvort það sé einhver samleið,“ segir Hlynur en bætir við: „Ég er reyndar ekkert viss um að þetta sé svo sem framtíðin sem fólk hefur áhuga á. Samskipti verða okkur alltaf mikilvæg. En það er allt að fara að breytast og mun meira en fólk kannski áttar sig á.“ En hvað þá með siðferðið? Margir óttast gervigreindina með siðferði í huga. „Já mér finnst alltaf jafn áhugavert að heyra þetta,“ segir Hlynur og brosir. Það segir meira um okkur mannfólkið en tæknina að við óttumst hana fyrst frekar en að láta okkur dreyma um það jákvæða sem hún gæti gert. Að mínu mati er þetta svolítið eins og að óttast vasareikni eða algebra. Því gervigreind er þjálfuð á efni sem er skapað af manneskjum, og því er hún ekki einu sinni fær um að vera jafn klár og köttur.” Hlynur segir að margt muni breytast í þá veru að tæknin verður persónulegri, einfaldari, notendavænni en líka heilbrigðari. „Systir mín er sem dæmi allt að átta tíma á dag á TikTok sem þýðir að hún er í hlutastarfi í eigin lífi. Þetta held ég að muni breytast og það er ekkert sjálfgefið að heimurinn muni lifa með Instagram eftir fimm ár.“ Að einfalda tæknina og gera hana notendavænni, mun líka skipta miklu. Sem dæmi nefnir hann að hann sjálfur er með 141 app í símanum, níu miðla til að tala við vini sína sem líka eru með níu miðla til að tala við hann til baka og þrátt fyrir að klukkustundirnar séu aðeins 24 í sólahringnum, er hann með þrjú dagatöl. „Ég held að gervigreindin muni hjálpa okkur að vinna betur saman. Hingað til hefur tæknin sameinað okkur í samskiptum og fleiru en við höfum ekki náð tökum á því að vinna eins vel saman og við gætum gert með tækninni.“ Sjálfur er hann ánægður með hvernig málin hafa þróast til þessa. „Mér finnst listin og tækniheimurinn eiga mjög vel saman. Að minnsta kosti er það að nýtast mér mjög vel að hafa unnið svona lengi í listinni og farið í myndlistarnám. Þetta hjálpar mér mikið sem bakgrunnur til að vinna með þróun í gervigreind. Því þar erum við að þróa nýjar lausnir með manneskjuna í miðjunni en gervigreind sem ofurkraft. Og það er ekki langt í að fólk fari að upplifa miklar breytingar í heiminum vegan hennar.” Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Starfsframi Myndlist Tengdar fréttir Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Markmiðið er að þróa einföld tól til að hjálpa okkur að gera upplifun okkar af internetinu persónulegri en hún er í dag. Það gerum við með gervigreindinni, sem nokkurn veginn er við það að fara að breyta öllu sem við þekkjum,“ segir Hlynur. Hlynur segir viku í þróun jafnast á við ár áður, svo mikill hratt séu hlutirnir að gerast. „Ég fékk 50.000 dollara styrk til að vinna að rannsóknarverkefni í San Francisco sem gekk út á að tengja saman heimspeki, tækniþróun og myndlist. Þessu tengt fengum við til okkar sérfræðinga í tækniheiminum nánast daglega. Og sögurnar þeirra voru allar eins. Því á hverjum degi kom einhver inn í stofuna og sagði: Þetta er hægt í dag og var ekki hægt í gær.“ Myndavélin hans langafa og Hlynur við myndavélina. Enda segir Hlynur Snær ljósmyndun hafa verið hans gítar frá því að hann man eftir sér. Hlynur er í dag mjög ánægður með að hafa blandað saman myndlist og tækni. Gervigreindin sé að fara að breyta öllu, þar sem nýjar lausnir eru með manneskjuna í miðjunni en gervigreind sem ofurkraft. Hlynur Snær Andrason Google Eskifjörður, San Francisco og Toronto Hlynur Snær er fæddur 24.maí 1997, sonur Andra Snæs Magnasonar rithöfundar og Margrétar Sjafnar Torp hjúkrunarfræðings. Hlynur tilheyrir frumkvöðlahópi Z-kynslóðarinnar svo kölluðu, þeirri sömu og sögð er munu breyta heiminum algjörlega frá því sem nú er. Meðal annars með tilkomu gervigreindarinnar. En einnig með breyttu og áður óþekktu viðhorfi. „Ég hugsa oft til Íslands,“ segir Hlynur allt í einu. Hvers vegna erum við ekki með Google Eskifjörður? Þannig værum við að nýta raforkuna til að virkja heilabúið….“ Tja, þegar stórt er spurt…. „Þá gætum við notað orkuna ekki bara í vöru sem er send út úr landi sem hráefni, heldur í gagnavinnslu og eitthvað sem skilar hugviti til baka til samfélagsins. Og skapar menningu fyrir því að tæknifyrirtæki fái fótspor hér. Það er mun líklegra að ungt fólk í dag vilji læra tölvunarfræði en málmsteypu…” Í spjalli við Hlyn er ekki laust við að frásögnin hans minni frekar á einhverja ævintýramynd í bíó eða sögubók. Því svo margt hljómar hreinlega svo skemmtilega skrýtið. Til dæmis það að stuttu eftir stofnun Scandal í fyrra, fékk Hlynur 93 milljóna króna fjármögnun frá fjárfestingarsjóði Bloomberg ásamt öðrum fjárfestum. Sem heimsótti hann í garðkofann hans í Berkeley við San Francisco þar sem hann bjó þá. „Stærsti hluturinn kom frá sjóðnum sem hann fer fyrir en eins kynnti hann okkur fyrir nokkrum englum,“ útskýrir Hlynur. Voru engar ppoint kynningar eða excelskjöl? „Nei í Kísildalnum er allt gert á stuttermabolnum. Jakkafötin eru í New York,“ svarar Hlynur. Eins og þetta sé öllum augljóst. Þessa dagana er Hlynur nýfluttur til Toronto í Kanada. Þar sem hann leigði á dögunum flott skrifstofurými í gamalli hnetuverksmiðju. „Þarna nýttist mér vel reynslan af því að vinna með Ólafi Elíassyni. Því ég er að nálgast þetta verkefni eins og hvert annað listamannastúdíó. Finna gamalt iðnaðarloft, standsetja það og tryggja að allir vinni síðan saman í rýminu. Það er best,“ segir Hlynur. Sem samhliða þessu vinnur að því að ráða þrjá snillinga úr Waterloo háskólanum til að hefja forritun fyrir Scandal. „Það má segja að Toronto sé upphaf og miðja gervigreindarinnar. Mikið af þróun þessarar kynslóðar gervigreindar hófst hér og eru þeir með þeim sem eru komnir lengst,“ segir Hlynur en félagi hans og meðstofnandi starfar og býr enn í San Francisco. En spólum aðeins til baka og reynum að átta okkur á því, hvernig þetta ævintýri hófst nú allt saman. Í MR áttaði Hlynur sig á því að skóli ætti ekkert sérstaklega vel við hann. En þegar hann var þar, fékk hann hugmynd að því að framleiða 666Norður boli, sem fyrirtækið 66Norður frétti síðan af og fór svo að um sumarið starfaði hann við ljósmyndun fyrir 66Norður og endaði með að framleiða 666Norður bolina með þeim.Hlynur Snær Andrason 666 bolir, ljósmyndir og rapp Það má með sanni segja að Hlynur sé hugmyndaríkur, enda segir hann að í MR hafi hann áttað sig á því að skóli á einfaldlega ekki við hann. „Ekki misskilja mig samt. MR er frábær skóli og mér fannst gaman að læra þar. En hann telst seint framsæknasti skóli landsins, er ekki með neinar tölvur né skapandi greinar.“ Að skapa skiptir Hlyn þó miklu máli. Til dæmis hefur hann haft áhuga á ljósmyndun frá því að hann var bara barn. „Það má segja að ljósmyndun sé minn gítar. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að skapa og búa eitthvað til og í MR fékk ég þá hugmynd að framleiða 666 Norður boli fyrir rappara og aðra tónlistarmenn sem ég þekkti. Karlatíska var lítil á þessum tíma en þó aðeins að ryðja sér rúms,“ segir Hlynur og bætir við: „Mér skilst reyndar að þeir hjá 66Norður hafi ekkert verið yfir sig hrifnir þegar þeir heyrðu af 666 Norður bolunum fyrst, en þeir leiddu þó til þess að um sumarið vann ég sem ljósmyndari hjá þeim og við enduðum með að framleiða 666Norður bolina saman.“ Stuttu síðar fékk Hlynur aðra hugmynd. „Ég fór að framleiða gull- og silfurtennur fyrir rappara og aðra í tónlistargeiranum. Vinur afa míns sem er tannsmiður kenndi mér að taka mót og síðan vann ég með gullsmið sem kenndi mér að steypa.“ Ekki nóg með að þetta hljómi framandi, heldur leiddu umræddar gull- og silfurtennur til þess að enn þá fleiri tækifæri sköpuðust. Ég hitti Ólaf Elíasson um áramót og er eitthvað að segja honum frá tönnunum. Sem honum fannst verulega spennandi og spyr mig á endanum hvort ég vilji ekki skoða að koma til hans í starfsnám til Berlínar. Þar sem hann hefur oft verið með Íslendinga í starfsnámi.“ Hlynur var líka í MR þegar honum datt í hug að fara að framleiða gull- og silfurtennur fyrir rappara og aðra tónlistarmenn og þá var ekkert annað en að vinda sér í þá framleiðslu. Hlynur fékk aðstoð hjá vini afa síns sem er tannsmiður og lærði að steypa hjá gullsmið. Tennurnar slógu í gegn. Hlynur Snær Andrason Gullni miðinn, útlönd og íslenskir jöklar Hlynur segir að í raun hafi ballið byrjað þegar hann fór að vinna með Ólafi. Sem hann gerði næstu tæp fjögur árin á eftir. Þó með hléum, því samhliða þurfti hann að klára stúdentspróf og halda áfram utan í frekari nám. Hlynur viðurkennir að það hafi verið lærdómsrík upplifun að flytja að heiman. Og það alla leið til Berlínar. „Starfsnámið hjá Ólafi þýddi að ég var kominn með gullna miðann, þetta var ótrúlega flott tækifæri og flott stúdíó sem ég fór að vinna í hjá honum í Berlín. En auðvitað stóð ég bara í sömu sporum þar og allir aðrir; var starfsmaður sem þurfti að finna minn farveg sem slíkur.“ Alls kyns verkefni, sýningar, hugmyndir og annað eru nú þulin upp sem dæmi um ævintýraleg verkefni sem unnið var að í Berlín. „En ég lærði líka heilmikið á því að vera fluttur að heiman og til útlanda. Það er reynsla sem er öllum holl. Ég byrjaði á því að búa með öðrum listamanni, þar sem fæturnir á mér stóðu einfaldlega vel út fyrir rúmið svo lítið var það,“ segir Hlynur og bætir við: „Og í fyrsta sinn á ævinni var ég ekki með hafið eða Esjuna sem fastan og áþreifanlegan punkt að styðjast við. Því Berlín er flöt borg og þar er helsta kennileitið er sjónvarpsturninn á Alexanderplatz, sem er kúla þannig þú veist aldrei hvorum megin við hana þú ert.“ En Hlyni leið vel. Þegar ég kynntist veröldinni í kringum Ólaf, áttaði ég mig á því að heimurinn er uppfullur af fólki eins og ég. Sem er að gera alls kyns skrýtna hluti. Sem eru ekkert skrýtnir því það er heill iðnaður í kringum svona hugmyndir eins og bolina eða tennurnar sem ég var að vinna að heima.“ Þó kom að því að snúa aftur á frón. „Ég fór að upplifa heimþrá í lokin en áður en ég fór heim, ákvað ég að finna nöfnin á öllum íslensku jöklunum sem Ólafur hafði myndað í jöklaseríunni sinni sem ungur myndlistarmaður árið 1998,“ segir Hlynur og útskýrir að auðvitað hafi þetta verið sjálfsögð hugmynd; Amma hans og afi hafi verið jöklarannsóknarfólk! „Nokkrum mánuðum síðar, 21 árs og á Íslandi, er ég síðan keyrandi um á bláum pallbíl sem þó varla hreyfðist þegar ég steig á bensíngjöfina enda var ég með 400 kíló af flugvélabensíni á pallinum.“ Sem skýrist af því að þetta sumar ákvað Ólafur að endurgera allar jöklamyndirnar sínar, sem hann gerði úr flugvél sem sveif fyrir ofan bláa pallbílinn. Markmið verkefnisins var að mæla breytingarnar sem höfðu orðið á jöklunum á þessu tuttugu ára tímabili en myndirnar voru síðar sýndar saman á Tate Modern á sýningu Ólafs: In Real Life árið 2019. Það sem upphaflega átti að vera sex mánaða starfsnám hjá Ólafi Elíassyni í Berlín, endaði sem fimm ára ævintýri sem ýmist var á Íslandi eða í útlöndum. Hlynur segir Ólaf ótrúlega gjafmildan og verðmætan kennara sem kenndi honum að sjá heiminn aftur í nýju ljósi. Hér eru þeir félagarnir með Ai Weiwei í Lissabon, sem Hlynur segir líka rokkstjörnu í menningarheiminum.Hlynur Snær Andrason London, Sviss og Lissabon Hlynur útskrifaðist sem stúdent en viðurkennir að sú útskrift hafi tafist. „Ég féll í íþróttum og mætingu,“ segir Hlynur en ekki laust við að glitti í prakkarasvip. Næst var að huga að frekari námi og þar sem Hlynur var sannfærður um að hann yrði myndlistarmaður, var stefnan tekin á Goldsmiths myndlistarháskólann í London. London er æðisleg borg. Þarna er geggjuð menning og tískuljósmyndun mjög sterk, en það síðarnefnda dró mig þangað á þeim tíma,“ segir Hlynur og bætir við: „En auðvitað leið mér svolítið eins og mér leið fyrst í Berlín. Ég var kominn aftur á einhvern byrjunarreit nema að í þetta sinn var ég að eyða peningum foreldra minna í rándýru námi, þar sem ég hitti kennara aðra hverja viku því þess á milli átti ég að vera að skapa eitthvað sjálfur.“ Hlynur segir að það að vera í listaháskóla sé í raun eins og að vera í stanslausu partíi. Þar hafi hann fengið margar misgáfulegar hugmyndir og því miður kennara sem hann tengdi ekkert við. „Eina reglan í myndlist er að þú mátt ekki skapa eitthvað sem er til nú þegar.“ Hlynur fann sína leið á bókasafninu. „Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað manni er annt um. Því sköpun snýst í rauninni um það sem okkur er annt um og það sem magatilfinningin er að segja okkur. En mér fannst ég oft finna best hvað magatilfinningin mín var að segja mér, þegar ég sat kyrr á bókasafni og var að lesa.“ Níu mánuðum seinna var komið að því að halda aftur til Íslands. Þar setti Hlynur upp studíó í Perlunni með nokkrum félögum sínum en um haustið hélt hann aftur utan og í þetta sinn í écal háskólann í Sviss. Aftur varði Hlynur drjúgum tíma á bókasafninu en hann segir dvölina í Sviss hafa verið frábæran valkost. „Ekki aðeins kostaði það 1/10 að vera í Sviss miðað við London, heldur voru allar hetjurnar mínar listamenn frá París sem störfuðu í frönsku senunni á 9.áratugnum. Sviss tilheyrir sama menningarheimi og skólinn fékk til sín marga heimspekinga sem höfðu starfað með þeim myndlistarmönnum. Það skrýtna var þó, að það var á þessum tíma, sem áhuginn fór að beinast að tækninni. „Sviss skiptist svolítið í myndlistina annars vegar en tækninám hins vegar. Ég komst síðan fljótt að því að tónlistin var miklu betri í partíunum með listamönnunum, en samræðurnar ekkert endilega jafn góðar. Í partíunum með tæknifólkinu var tónlistinn ekkert sérstök en samræðurnar þeim mun áhugaverðari,“ útskýrir Hlynur og aftur er ekki laust við að prakkarasvipur sjáist í andlitinu. Eftir Sviss fór Hlynur til Portúgals, þar sem hann vann með Ólafi Elíassyni, sem þýðir að það sem upphaflega átti að vera sex mánaða starfsnám, endaði með að vera fimm ára ævintýri með hléum. Og lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt. „Ólafur ferðast á fjórðu víddinni. Sem þýðir að Ólafur vinnur með alls kyns fyrirtækjum og alls kyns fólki. Í listageiranum, úr tækniheiminum, hverju sem er. Með honum kynntist ég ótrúlegustu rokkstjörnum listageirans. Til dæmis Ai Weiwei í Lissabon, þar sem við dvöldum eitt sumar þegar Ólafur var að undirbúa sýningu. Ólafur var ótrúlega gjafmildur, og verðmætur kennari. Kenndi mér að sjá heiminn aftur í nýju ljósi.” En tæknin heillaði alltaf meira og meira. „Sérstaklega með tilkomu gervigreindarinnar. Því það er svo margt að fara að breytast með henni. Þessi stafræna veröld er stórmerkileg og ég hugsaði einfaldlega með mér: Ég verð að komast nær þessu.“ Hlynur var sannfærður um að hann yrði myndlistarmaður en eftir nám í London og Sviss og alls kyns verkefni um víðan völl, fór tæknin að toga hann til sín. Þegar Hlynur fékk 50.000 dollara styrk til að vinna að rannsóknarverkefni í San Francisco var ekki aftur snúið: Sprotaumhverfið tók við þar sem reynslan úr myndlistinni hefur ekki síður skilað sér. Hlynur Snær Andrason San Fransisco og Kísildalurinn Haustið) 2022 flutti Hlynur til Berkeley, sem er hinum meginn við flóa San Fransisco. Þar sem hann segir tvo heima mætast á fullkominn hátt: Listina annars vegar og tæknina hins vegar. „Enda fékk ég strax þá tilfinningu þar að ég væri komin heim.“ Við tók enn eitt ævintýrið því Hlynur leigði garðkofa hjá Alice Waters, kokki og rithöfundi með meiru. „Alice er aktívisti, Kalifornía alla leiðina í gegn. Hún er frumkvöðull og umbreytti matarmenningu í Bandaríkjunum í skrifum sínum og verkum. Hún kom ,,beint frá býli" aftur á kortið og það var hún sem kynnti mig fyrir meðstofnanda mínum í Scandal.“ Eitt leiddi af öðru og segist Hlynur aldrei gleyma því þegar hann hitti fjárfestirinn fyrst. Mann sem honum hafði verið sagt að hann ætti endilega að hitta og kynna hugmyndir Scandal fyrir. Einn fimmtudagsmorguninn, er bankað á gluggann hjá mér í kofanum og ég sé mann kíkja inn, sem spurði mig: So how can I help you?“ Næstu mínúturnar lagði Hlynur sig allan fram við að skýra út hugmyndina eins hratt og skilmerkilega og honum frekast var unnt. „Því hugmyndin var sú að hann myndi síðan kynna okkur fyrir einhverjum englafjárfestum og síðan myndi sjóðurinn sem hann færi fyrir kannski koma inn. En hann var svo hrifinn strax að hann einfaldlega tilkynnti í garðinum að þeir kæmu inn fyrstir.“ Alice Waters kokkur, rithöfundur og aktívisti er ein af hetjum Hlyns í dag, enda segir hann hana hafa opnað fyrir sér margar dyr, auk þess að vera kalifornísku ömmu sína. Hlynur er nýbúinn að finna húsnæði fyrir Scandal í Toronto og er þar að ráða þrjá forritara sem snillinga til starfa. Hann segir heiminn hafa aðlagast tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan, en nú sé kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum.Hlynur Snær Andrason Ævintýrið er hafið Að þróa nýjar lausnir með gervigreindina í fararbroddi segir Hlynur vera langt, strangt og flókið ferli. „Gervigreind gerir okkur kleift að þróa alls konar nýjar upplifanir og það er spennandi tími til að byrja núna.” Miklu skiptir að vinna sem hraðast og fá hæfasta fólkið í teymið. Það er allt að fara að breytast með gervigreindinni. Áður en fólk veit af, verðum við öll með aðstoðarfólk eða „agenta“ sem sjá um alls konar hluti fyrir okkur en eru í raun bara gervigreind. S em sér síðan um að versla fyrir okkur, bóka ferðalög eða hótel og jafnvel stefnumótin okkar.“ Stefnumótin? „Já, sumir segja að sú veröld verði að veruleika að fólk situr heima en fær gervigreindina sína til að mæta á fyrsta stefnumótið, tala þar við aðra gervigreind og í kjölfarið getur þú metið hvort það sé einhver samleið,“ segir Hlynur en bætir við: „Ég er reyndar ekkert viss um að þetta sé svo sem framtíðin sem fólk hefur áhuga á. Samskipti verða okkur alltaf mikilvæg. En það er allt að fara að breytast og mun meira en fólk kannski áttar sig á.“ En hvað þá með siðferðið? Margir óttast gervigreindina með siðferði í huga. „Já mér finnst alltaf jafn áhugavert að heyra þetta,“ segir Hlynur og brosir. Það segir meira um okkur mannfólkið en tæknina að við óttumst hana fyrst frekar en að láta okkur dreyma um það jákvæða sem hún gæti gert. Að mínu mati er þetta svolítið eins og að óttast vasareikni eða algebra. Því gervigreind er þjálfuð á efni sem er skapað af manneskjum, og því er hún ekki einu sinni fær um að vera jafn klár og köttur.” Hlynur segir að margt muni breytast í þá veru að tæknin verður persónulegri, einfaldari, notendavænni en líka heilbrigðari. „Systir mín er sem dæmi allt að átta tíma á dag á TikTok sem þýðir að hún er í hlutastarfi í eigin lífi. Þetta held ég að muni breytast og það er ekkert sjálfgefið að heimurinn muni lifa með Instagram eftir fimm ár.“ Að einfalda tæknina og gera hana notendavænni, mun líka skipta miklu. Sem dæmi nefnir hann að hann sjálfur er með 141 app í símanum, níu miðla til að tala við vini sína sem líka eru með níu miðla til að tala við hann til baka og þrátt fyrir að klukkustundirnar séu aðeins 24 í sólahringnum, er hann með þrjú dagatöl. „Ég held að gervigreindin muni hjálpa okkur að vinna betur saman. Hingað til hefur tæknin sameinað okkur í samskiptum og fleiru en við höfum ekki náð tökum á því að vinna eins vel saman og við gætum gert með tækninni.“ Sjálfur er hann ánægður með hvernig málin hafa þróast til þessa. „Mér finnst listin og tækniheimurinn eiga mjög vel saman. Að minnsta kosti er það að nýtast mér mjög vel að hafa unnið svona lengi í listinni og farið í myndlistarnám. Þetta hjálpar mér mikið sem bakgrunnur til að vinna með þróun í gervigreind. Því þar erum við að þróa nýjar lausnir með manneskjuna í miðjunni en gervigreind sem ofurkraft. Og það er ekki langt í að fólk fari að upplifa miklar breytingar í heiminum vegan hennar.”
Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Starfsframi Myndlist Tengdar fréttir Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00