Messi skoraði þegar Argentínumenn fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 06:31 Lionel Messi fagnar marki sinu í undanúrslitaleiknum á móti Kanada í nótt. Getty/Robin Alam Heimsmeistarar Argentínu eru komnir í þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti eftir 2-0 sigur á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024 Copa América Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024
Copa América Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira