Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 20:01 Friðþjófi er ekki sérlega skemmt yfir athæfi óboðinna næturgesta á byggingarsvæðinu. Vísir/Einar Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur. Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur.
Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira