Innlent

Á­kærður fyrir nauðgun

Árni Sæberg skrifar
Albert Guðmundsson í leik með landsliðinu.
Albert Guðmundsson í leik með landsliðinu. vísir/Hulda Margrét

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. 

Þetta segir í ákæru á hendur Alberti, sem Vísir hefur undir höndum. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð.

Ákæruvaldið krefst þess að Albert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd konunnar að Albert greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Ákæra á hendur Alberti var þingfest þann 3. júlí síðastliðinn. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Albert neitaði sök

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×