Fótbolti

Stólarnir missa lykilmann en fá Spán­verja í staðin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gwendolyn Mummert hefur yfirgefið Tindastól, en liðið fær Mariu del Mar hennar í stað.
Gwendolyn Mummert hefur yfirgefið Tindastól, en liðið fær Mariu del Mar hennar í stað. Tindastóll

Tindastóll hefur samið við hina spænsku Mariu del Mar Mazuecos um að leika mað liðinu út yfirstandandi tímabil í Bestu-deild kvenna.

Félagið greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær að liðið væri að missa lykilmann úr liðinu. Gwendolyn Mummert, sem hefur verið einn besti leikmaður Stólana á tímabilinu, ætlar sér að róa á önnur mið og mun ganga í raðir liðs í „einni af stærstu deildum Evrópu“ eins og segir í tilkynningu félagsins.

Hennar í stað kemur hin spænska Maria del Mar Mazuecos, eða Mar, sem hefur undanfarið leikið með liði Europa í næstefstu deild Spánar.

Mar er örfætt og getur leyst bæði stöðu bakvarðar og miðvarðar, en ljóst er að um stórt skarð er að ræða sem Gwendolyn Mummert skilur eftir sig.

Tindastóll situr í sjöunda sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir 12 leiki, tveimur stigum frá efri hlutanum og tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×