Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 10:16 Frakkland er komið í undanúrslit á enn einu stórmótinu. Emin Sansar/Getty Images Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik. Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17