Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 23:25 Brad Pitt og Damson Idris meðleikari hans á tökustað í fyrra. EPA Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris. Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris.
Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira