Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 22:17 Cristiano Ronaldo hryggur eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01