Innlent

Virðist ekki hafa dregið úr kvikuinnstreymi í Svarts­engi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd af gossvæðinu, tekin í byrjun júní.
Mynd af gossvæðinu, tekin í byrjun júní. Vísir/Arnar

Ekki er að sjá að dregið hafi úr kvikuinnstreymi í Svartsengi frá því að eldgosi lauk í síðasta mánuði. Þá hefur skjálftavirkni á Svartsengi verið mjög lítil og fáir smáskjálftar mælst á hverjum degi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar, þar sem segir að aflögunargögn sýni að landris á svæðinu haldi áfram. Það sé túlkað sem áframhaldandi kvikustreymi inn í Svartsengi.

Líkan byggt á aflögunargögnum hafi verið notað til að meta magn kviku inn í Svartsengi á tímabilum þar sem engin gos eru. 

Líkanið sýni að innstreymi kviku á dýpi hafi að jafnaði verið á bilinu 4-6 m3/s. Sé heildarmagn gosefna skoðað ásamt rúmmálsbreytingum í Svartsengi bendi það til þess að kvikuinnstreymi síðan um miðjan janúar sé nokkuð stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×