Fótbolti

Bellingham í skil­orðs­bundið bann og sektaður fyrir klámfenginn fögnuð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bellingham fagnaði innilega og var ekki enn hættur þegar England gekk yfir á eigin vallarhelming.
Bellingham fagnaði innilega og var ekki enn hættur þegar England gekk yfir á eigin vallarhelming. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Jude Bellingham hefur verið dæmdur í eins leiks skilorðsbundið bann og fengið 30.000 evra sekt fyrir klámfengin fagnaðarlæti eftir jöfnunarmarkið gegn Slóvakíu. Hann má því spila átta liða úrslitaleikinn gegn Sviss á morgun.

Skilorðsbundið bann gengur þannig fyrir sig að leikmaður er dæmdur í bann, í einn leik að þessu sinni, en bannið tekur ekki gildi nema leikmaðurinn gerist aftur brotlegur á reglum UEFA. 

Gerist það fer Bellingham sjálfkrafa í eins leiks bann sem UEFA gæti framlengt ef seinna brotið telst alvarlegt.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað eftir hjólhestaspyrnu Bellingham sem jafnaði leikinn gegn Slóvakíu í uppbótartíma.

Þegar fagnaðarlátunum var að ljúka og Englendingar gengu aftur yfir á sinn vallarhelming fór Bellingham fram hjá varamannabekk Slóvakíu, blés fingurkoss og hristi aðeins í hreðjunum.

Myndskeið af atvikinu og svar Bellingham má sjá hér fyrir neðan en þar segir hann um að ræða innherjagrín milli vina og vottaði Slóvökum virðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×