Innlent

Skemmdu bíla í reiðis­kasti áður en þeir flúðu lög­­reglu á raf­s­kútu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögregla veitti mönnunum eftirför út á Seltjarnarnes.
Lögregla veitti mönnunum eftirför út á Seltjarnarnes. Vísir

Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli.

Greint var frá eftirförinni á Vísi í gær, en Vísir hefur nú fleiri myndbönd af eftirförinni undir höndum. Hér má sjá þegar mennirnir missa stjórn á skapi sínu og ráðast að bílum úti á Granda, og þegar lögreglan loks nær þeim á Seltjarnarnesinu.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mennirnir eigi mikla brotasögu. Fólk hafi verið að reyna eiga við þá samskipti þegar þeir misstu stjórn á skapi sínu og fóru að skemma bíla á svæðinu.


Tengdar fréttir

Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli

Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×