Caldentey fer frá Evrópumeisturum Barcelona til Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Skyttan Mariona Caldentey. Stuart MacFarlane/Getty Images Hin 28 ára gamla Mariona Caldentey hefur ákveðið að færa sig um set eftir áratug hjá Barcelona. Eftir að vinna fernuna með liðinu á síðustu leiktíð hefur Caldentey samið við Arsenal. Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira